Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Framkvæmdir við gróðurskála Garð­yrkju­skólans ganga hægt.
Framkvæmdir við gróðurskála Garð­yrkju­skólans ganga hægt.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 11. mars 2022

Framtíð Garðyrkjuskólans og nemendur í sviðsljósinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Opið málþing um stöðu garð­yrkjunáms á Íslandi verður haldið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum 19. mars 2022 næstkomandi. Markmið þingsins er að þrýsta á stjórnvöld að taka ákvörðun um framtíð skólans og garðyrkjunáms í landinu. Framtíð sem er skólanum og nemendum í hag.


Aðstandendur þingsins eru Snjólaug M. Jónsdóttir, nemandi á skrúðgarðyrkjubraut, sem út­­skrifast í vor, og Þórður Ingimar Runólfsson, sem útskrifaðist af garð- og skógarplöntubraut vorið 1990.

Forsvarsmenn greinarinnar

Fjöldi forsvarsmanna atvinnulífsins hefur boðað komu sína á þingið. Má þar nefna Gunnar Þorgeirsson, formann bændasamtaka Íslands, Berglindi Ásgeirsdóttur hjá SAMGUS, Heiðar Smára Stefánsson, Félagi skrúðgarðyrkjumeistara, Heimi Janusarson, FIT, Björn Bjarndal fyrir hönd skógarbænda, og Tinnu Bjarnadóttur blómaskreyti.

Einnig hefur fulltrúum Félags garðplöntuframleiðenda og Félags garðyrkjubænda verið boðið á þingið. Guðrún Hafsteinsdóttir þingkona hefur staðfest komu sína á þingið. Óskað var eftir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra ávörpuðu þingið. Svandís sá sér ekki fært að mæta og Ásmundur var ekki búinn að svara þegar blaðið fór í prentun.

Þingið hefst klukkan 13.00 með því að Guðríður Helgadóttir, starfsmenntanámsstjóri og garð­yrkju­­fræðingur, býður þinggesti velkomna að Reykjum. Því næst mun Aldís Hafsteindóttir, bæjarstjóri Hvergerðis, setja þingið en hún er jafnframt fundarstjóri. Gert er ráð fyrir að þinglok verði um 16.30.

Dagskrá þingsins

Nemandi í Garðyrkjuskólanum, Jóhanna Íris Hjaltadóttir, segir frá upplifun sinni af náminu og Reykjum, einnig mun fulltrúi starfsfólks segja frá upplifun sinni af vinnu við skólann.

Brautarstjórar kynna brautir sínar, markmið náms og framtíðarsýn hverrar brautar fyrir sig sem í dag eru blómaskreytingar, garðyrkjuframleiðsla, skógur og náttúra og skrúðgarðyrkja.

Því næst verður farið í skoðunar­ferð um skólann og boðið upp á kaffi.

Að loknu kaffihléi verðu fjallað um stöðu og framtíð garðyrkjunáms á Íslandi. Fulltrúar nemenda og starfsfólks munu segja frá hvernig sín upplifun er á þeirri óvissu sem er um stöðu námsins, hvaða áhrif það hefur haft á þau og hvernig þau sjá framhaldið og hvaða áhrif þetta hefur haft á þau.

Auk þess sem eftirfarandi fulltrúar starfgreina garðyrkjunnar munu taka til máls: Axel Sæland, formaður Félags garðyrkjubænda, Vernharður Gunnarsson, formaður Félags garðplöntuframleiðenda og Tinna Bjarnadóttir blómaskreytir, Heiðar Smári Harðarson, formaður Félags skrúðgarðyrkjumeistara, Björn Bjarndal, verkefnastjóri hjá Skógræktinni, Heimir Janusarson frá Félagi iðn- og tæknigreina, Berglind Ásgeirsdóttir, formaður Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra og Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Að lokum verða bornar fram samþykktir þingsins og áskoranir á að þingmenn taki á málum garðyrkjunáms á Íslandi.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...