Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gamlar og nýjar ljósmyndir ásamt þjóðlegum fróðleik
Líf og starf 24. nóvember 2022

Gamlar og nýjar ljósmyndir ásamt þjóðlegum fróðleik

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð, hefur gefið út sitt fimmta Hvammshlíðardagatal. Sem fyrr inniheldur dagatalið fróðleik sem snýst í kringum búskapinn í Hvammshlíð og sveitalífið fyrr og nú.

Karólína er sjálf höfundur og útgefandi dagatalsins, en það var upphaflega gefið út árið 2018 til fjáröflunar vegna dráttarvélarkaupa. „Þetta gekk upp og Zetorinn 7245, árgerð 1990, hefur verið ómissandi á heiðarbýlinu síðan – búinn snjókeðjum á öllum hjólum,“ segir Karólína.

Almanakið hentar, að hennar sögn, bæði börnum og fullorðnum – bæði í sveit og í þéttbýli. Fræðsluefnið í nýjustu útgáfunni tengist meðal annars riðurannsókninni miklu, en hún hefur verið í fararbroddi ásamt fræðimönnum í leit að lausnum við að rækta upp riðuþolinn sauðfjárstofn á Íslandi.

Smalahundar og litaheiti

Í dagatalinu er einnig að finna gamlar myndir af hundum og sérstaklega smalahundum, einnig eru þar litaheiti á hrossum, kúm og kindum, skýrslur um mjólkurær og -kýr frá 19. öld; gömul fjárhús og gamlar kindamyndir frá Laugabóli við Ísafjarðardjúp.

Eins og í fyrri útgáfum eru myndir í dagatalinu af kindunum, hrossunum og hundunum í Hvammshlíð – og stórbrotinni náttúru þar í kring – í aðalhlutverki. Gömlu mánuðirnir, merkisdagar, vetrar- og sumarvikur koma fram á mánaðarsíðunum sjálfum, ásamt upplýsingum um tunglið. „Viðaukinn“, sem er í svart- hvítu, hefur verið uppfærður og inniheldur enn fleiri upplýsingar um gamla norræna tímatalið, íslenska merkisdaga og gamlar íslenskar mælieiningar.

Dagatalið er í stóru broti á 28 blaðsíðum. Það er til sölu á ýmsum stöðum á Norðurlandi vestra, í Borgarnesi og á Selfossi, en einnig er hægt að panta beint hjá Karólínu.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...