Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sýning Áskels Þórissonar og Sverris Geirmundssonar ber yfirskriftina Hið smáa og lífræna.
Sýning Áskels Þórissonar og Sverris Geirmundssonar ber yfirskriftina Hið smáa og lífræna.
Líf og starf 10. október 2022

Gamlir landbúnaðarþjónar sýna í Gallery Grásteini

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sverrir Geirmundsson og Áskell Þórisson sýna olíumálverk og ljósmyndir á efri hæðinni í Gallery Grásteini, Skólavörðustíg 4, dagana 30. september til 11. október.

Sýningin var opnuð 30. september og verður opin alla daga vikunnar frá kl. 10–18 fram til 11. október.

Að sögn Áskels ákváðu þeir félagar að slá saman í sýningu þar sem í verkum sínum eru báðir að horfa til þess smáa í náttúrunni sem fæstir veita athygli – annar málar olíumyndir en hinn tekur ljósmyndir.

Slóðir Áskels og Sverris lágu saman fyrir margt löngu. Þá var Sverrir sölumaður hjá Vélaborg og Lely Center en Áskell ritstjóri Bændablaðsins. Báðir hafa sýnt verk sín víða um land en fannst nú hið besta mál að gamlir þjónar landbúnaðarins tækju höndum saman, því segja má að ákveðnir þræðir tengi saman verkin þeirra. Þeir félagar hafa úr mikilli lífsreynslu að moða sem nýtist þeim vel í sköpuninni, Sverrir er sjötugur en Áskell ári yngri.

Um árabil átti Sverrir Óðinshús á Eyrarbakka og rak þar eftirsóttan sýningarsal og vinnustofu.

„Myndlistin er mitt áhugamál og myndirnar eru fantasíur og abstrakt landslag,“ segir Sverrir.

„Ég hef notið þess að safna hugmyndum á ferðum mínum um landið sem ég greypi í kollinn minn og færi þær svo yfir á strigann.“

Áskell hefur um árabil einbeitt sér að náttúrulífsmyndum og tekur gjarnan nærmyndir af því sem sjaldan er skoðað. Síðan vinnur hann myndirnar í myndvinnsluforritum og nær fram forvitnilegum litbrigðum.

Myndirnar á sýningunni, sem ber yfirskriftina Hið smáa og lífræna, eru í ýmsum stærðum og eru allar til sölu á hóflegu verði.

Skylt efni: myndlist

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...