Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kolbrún Kara Róbertsdóttir, tíu ára, heldur hér á einum kiðlingnum í Hlíð en Kolbrún býr á höfuðborgarsvæðinu en kom í sveitina til afa síns og ömmu til að fylgjast með geitakembingarnámskeiðinu.
Kolbrún Kara Róbertsdóttir, tíu ára, heldur hér á einum kiðlingnum í Hlíð en Kolbrún býr á höfuðborgarsvæðinu en kom í sveitina til afa síns og ömmu til að fylgjast með geitakembingarnámskeiðinu.
Mynd / MHH
Líf og starf 1. júní 2016

Geitabændum kennt að kemba geitur og hirða hráefnið

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fyrsta geitakembingarnámskeið landsins var haldið laugardaginn 14. maí á bænum Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 
 
Kennari var Anna María Lind Geirsdóttir en Anna María Flygening, geitabóndi í Hlíð, lagði til aðstöðuna og geiturnar. 
 
„Tilgangur námskeiðsins var fyrst og fremst  að kenna geitabændum að kemba geitur og hvernig á að hirða hráefnið. Markmiðið er að tryggja afkomu geitastofnsins á Íslandi með því að hvetja geitabændur að hirða fiðuna og láta vinna hana í söluvæna vöru og þar með auka úrval  landbúnaðarvara í sérflokki á Íslandi,“ segir Anna María. 
 
Um var að ræða sýnikennslu og verklega kennslu þar sem þátttakendur námskeiðsins kembdu geitur. Sex þátttakendur sóttu námskeiðið sem tókst mjög vel og fóru allir heim reynslunni ríkari að kemba geiturnar sínar. 

3 myndir:

Skylt efni: geitur | geitakembing

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...