Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þegar Jóhanna B. Þorvaldsdóttir og fjölskylda stofnaði Geitfjársetrið var búfjártegundin í útrýmingarhættu.
Þegar Jóhanna B. Þorvaldsdóttir og fjölskylda stofnaði Geitfjársetrið var búfjártegundin í útrýmingarhættu.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 1. september 2022

Geitafjársetur í tíu ár

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Geitfjársetrið á Háafelli fagnaði áratuga löngu starfsafmæli í byrjun ágúst.

Af því tilefni opnaði fjölskyldan á Háafelli búið fyrir gesti og bauð upp á geitaskoðun og kruðerí. Afurðir geita voru til smakks og prófunar og Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, færði fjölskyldunni tvö kirsuberjatré. Í máli sínu sagði Anna María að Geitfjárræktarfélagið hafi notið góðs af ötulu starfi Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur við að fjölga íslenska geitastofninum og kynna hann fyrir landsmönnum og erlendum gestum.

„Það var og er ekki auðvelt verkefni að koma á fót starfsemi sem byggist á geitfjárrækt, tegund búfjár sem fáir þekktu til, sem varð fyrir allmiklum fordómum og að auki í útrýmingarhættu með u.þ.b. 800 einstaklinga á öllu landinu fyrir 10 árum. Hvílík bjartsýni, frumkvæði, hugkvæmni og hugrekki,“ sagði Anna María meðal annars.

Skylt efni: geitur | geitfjárrækt | Háafell

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...