Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Systkinin í Árholti, þau Guðrún Gunnarsdóttir (Gurra) og Jón Gunnarsson. Með þeim á myndinni eru Jóhanna Heiður Kristjánsdóttir og Sævar Örn Guðmundsson. /Atli Vigfússon
Systkinin í Árholti, þau Guðrún Gunnarsdóttir (Gurra) og Jón Gunnarsson. Með þeim á myndinni eru Jóhanna Heiður Kristjánsdóttir og Sævar Örn Guðmundsson. /Atli Vigfússon
Líf og starf 20. mars 2014

Glæsileg fjárhús vígð í Árholti á Tjörnesi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Það var mikið um dýrðir í Árholti á Tjörnesi laugardaginn 8. mars þegar Jón Gunnarsson bóndi bauð fólki að skoða glæsileg ný fjárhús sem hafa verið í byggingu síðan í haust og eru nú tilbúin til notkunar. Um er að ræða allt að 400 kinda hús með gjafagrindum og var ekki annað að sjá en að ærnar kynnu mjög vel við sig á nýja staðnum.

Jón bóndi hefur staðið í framkvæmdunum, en með hjálp vina og vandamanna hefur gengið mjög vel undanfarið að ganga frá húsinu að innan. Hann er að vonum mjög ánægður með þessa byggingu, sem gjörbreytir allri vinnuaðstöðu í Árholti og veitir honum möguleika á því að fjölga fénu. Mun hann þó áfram nýta eldri fjárhúsin og því er plássið orðið mikið sem hann hefur fyrir bústofninn.

Mjög margt fólk kom í Árholt í tilefni dagsins og voru systur Jóns með veitingar þ.e. heita súpu með ýmsu góðgæti og konfekt sem fólk kunni vel að meta. 

6 myndir:

Þjóðarréttur Íslendinga
Líf og starf 4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Það er með mikilli ánægju, jafnvel stolti sem við landsmenn höfum neytt brauðter...

Baldur Högni
Líf og starf 4. desember 2024

Baldur Högni

Nafn: Baldur Högni Benediktsson.

Tildra
Líf og starf 4. desember 2024

Tildra

Tildra er lítill vaðfugl eða fjörufugl sem stoppar hér á Íslandi á ferð sinni mi...

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika
Líf og starf 4. desember 2024

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika

Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbóndi og ljósmyndari í Sýrnesi í Aðaldal, hefur ...

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...