Golfmót á vegi
Á Skógarstrandarvegi, sem er tengingin milli Búðardals og Stykkishólms, var haldið golfmót til að vekja athygli á dræmu ástandi vegarins.
Mótið fór fram í kringum miðnætti á Jónsmessu, eða 24. júní síðastliðinn. Spilaðar voru 18 holur, sem höfðu verið merktar á fimm kílómetra kafla. Refsistig voru veitt ef kúla lenti í ómerktri holu, en nóg er af þeim á malarveginum. Fólk alls staðar að, sem brennur fyrir bættum Snæfellsnesvegi, tók þátt. Fjölmargir styrktaraðilar gáfu gjafir og glaðninga, sem þátttakendur fengu að lokinni keppni.