Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bágborið ásigkomulag hússins þýðir að nýrra eigenda mun bíða mikið verk á Þingeyri.
Bágborið ásigkomulag hússins þýðir að nýrra eigenda mun bíða mikið verk á Þingeyri.
Mynd / Tæknistofa Vestfjarða
Líf og starf 28. október 2022

Gramsverslun til sölu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Byrjað er að taka við umsóknum frá aðilum sem vilja kaupa Gramsverslun á Þingeyri með þeim kvöðum að húsinu verði komið í upprunalega mynd.

Húsið er 350 fermetra bárujárnsklætt timburhús á tveimur hæðum, byggt árið 1890 og þjónaði sem verslun. Umsóknarfrestur er til 24. október næstkomandi. Umsóknum skal fylgja áætlun um endurbætur og framtíðarnotkun. Nýir eigendur munu fá húsið afhent í núverandi ástandi, en samkvæmt úttekt þarf að fara í mjög viðamiklar framkvæmdir til að koma húsinu í nothæft ásigkomulag.

Þau atriði sem þarf að laga eru eftirfarandi: Fjarlægja þarf undirstöður og steypa nýjar; koma þarf lagi á burðargrind; endurnýja þarf timbur­ og bárujárnsklæðningu; lagfæra grind og klæðningu í þaki, endurnýja allar hurðir og glugga; rétta húsið af. Óljóst er hvort húsið sé tengt við vatns­ og fráveitukerfi.

Umsóknum skal skilað rafrænt á bygg@isafjordur.is.

Skylt efni: gramsverslun | þingeyri

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...