Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bágborið ásigkomulag hússins þýðir að nýrra eigenda mun bíða mikið verk á Þingeyri.
Bágborið ásigkomulag hússins þýðir að nýrra eigenda mun bíða mikið verk á Þingeyri.
Mynd / Tæknistofa Vestfjarða
Líf og starf 28. október 2022

Gramsverslun til sölu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Byrjað er að taka við umsóknum frá aðilum sem vilja kaupa Gramsverslun á Þingeyri með þeim kvöðum að húsinu verði komið í upprunalega mynd.

Húsið er 350 fermetra bárujárnsklætt timburhús á tveimur hæðum, byggt árið 1890 og þjónaði sem verslun. Umsóknarfrestur er til 24. október næstkomandi. Umsóknum skal fylgja áætlun um endurbætur og framtíðarnotkun. Nýir eigendur munu fá húsið afhent í núverandi ástandi, en samkvæmt úttekt þarf að fara í mjög viðamiklar framkvæmdir til að koma húsinu í nothæft ásigkomulag.

Þau atriði sem þarf að laga eru eftirfarandi: Fjarlægja þarf undirstöður og steypa nýjar; koma þarf lagi á burðargrind; endurnýja þarf timbur­ og bárujárnsklæðningu; lagfæra grind og klæðningu í þaki, endurnýja allar hurðir og glugga; rétta húsið af. Óljóst er hvort húsið sé tengt við vatns­ og fráveitukerfi.

Umsóknum skal skilað rafrænt á bygg@isafjordur.is.

Skylt efni: gramsverslun | þingeyri

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...