Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Guðrún Bjarnadóttir með Flóru- og blómaspilið.
Guðrún Bjarnadóttir með Flóru- og blómaspilið.
Líf og starf 6. júlí 2022

Grasnytjar og þjóðtrú

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á síðasta ári gaf Guðrún Bjarnadóttir, eigandi Hespuhússins í Ölfusi, út Flóruspilið sem er stokkur með myndum og texta sem spila má með veiðimann.

Hugmyndin með spilinu er að auka plöntuþekkingu þjóðarinnar.

Guðrún segir að móttökur á spilinu hafi farið fram úr væntingum og að hún hafi því ákveðið að gefa spilið út aftur með þrettán nýjum tegundum. „Með Flóruspilinu er hugmyndin að fólk geti fræðst um grasnytjar og þjóðtrú jurtanna í leiðinni.

Hugmyndin er að gefa út stokk á ári um flóruna í eitt til tvö ár í viðbót og halda svo jafnvel áfram með fræðsluspil í öðrum flokkum. Satt best að segja eru möguleikarnir óendanlegir.“

Blómaspilið er einföld barnaútgáfa af Flóruspilinu þar sem spilað er samstæðuspil með jurtunum.

Að sögn Guðrúnar eru ung börn mjög móttækileg fyrir upplýsingum og eru fljót að læra tegundaheitin út frá myndunum. Blómaspilið er á íslensku, ensku og pólsku í sama stokki en Flóruspilið er á þessum tungumálum í aðskildum stokkum. Spilið og stokkinn skreytir falleg mynd eftir listamanninn Eggert Pétursson.

Skylt efni: Flóruspilið

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...