Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Joan Angom Atalla, svæðisstjóri umhverfismála í Alebtong-héraði í Norður-Úganda.
Joan Angom Atalla, svæðisstjóri umhverfismála í Alebtong-héraði í Norður-Úganda.
Líf og starf 28. apríl 2015

Gríðarlega háðir landgæðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Ég er alin upp í norðurhluta Úganda og með menntun í umhverfisfræði,“ segir Joan Angom Atalla, sem starfar sem svæðisstjóri umhverfismála í Alebtong-héraði í Norður-Úganda.

„Starf mitt og stofnunarinnar sem ég starfa fyrir felst meðal annars í því að beina íbúum samfélagsins í átt að sjálfbærni í ræktun, endurheimt vistkerfa og aukinni umhverfisvitund.“

Að sögn Atalla er hnignun landgæða, þar á meðal jarðvegseyðing mikið vandamál í Úganda. „Íbúar landsins eru mjög háðir gæðum landsins þar sem útflutningur er lítill og nánast öll matvælaframleiðsla innlend. Það segir sig því sjálft að landgæði og velferð íbúanna fara saman. Helstu vandamálin sem við stöndum frammi fyrir eru ofnýting á landi sem felast meðal annars í einræktun, eyðingu skóga og ofbeit. Afleiðing þessa er að land hefur víða tapað frjósemi.

Loftslagsbreytingar eru einnig farnar að hafa áhrif á veðurfarið og regntímabil eru óstöðug. Gríðarlegar rigningar á stuttum tíma skola efsta og frjósamasta jarðveginum burt. Til að bæta gráu ofan á svart var hernaðarástand um tíma í héraðinu sem ég starfa í og meðan á því stóð voru tré miskunnarlaust felld til eldiviðar. Í kjölfar skógareyðingarinnar hefur gróðurþekjan veikst og jarðvegseyðing fylgt í kjölfarið.“

Atalla segist gríðarlega ánægð með námið fram til þessa og að það hafi aukið sýn hennar á það sem er hægt að gera til að draga úr jarðvegshnignun í heimalandi sínu. „Áður en ég kom hingað taldi ég mig vita heilmikið um hvað má gera til að bæta ástandið. Í dag líður mér aftur á móti eins og heilinn á mér sé svampur sem sýgur í sig þekkingu sem mun nýtast mér við störf mín í framtíðinni.“

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...