Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Joan Angom Atalla, svæðisstjóri umhverfismála í Alebtong-héraði í Norður-Úganda.
Joan Angom Atalla, svæðisstjóri umhverfismála í Alebtong-héraði í Norður-Úganda.
Líf og starf 28. apríl 2015

Gríðarlega háðir landgæðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Ég er alin upp í norðurhluta Úganda og með menntun í umhverfisfræði,“ segir Joan Angom Atalla, sem starfar sem svæðisstjóri umhverfismála í Alebtong-héraði í Norður-Úganda.

„Starf mitt og stofnunarinnar sem ég starfa fyrir felst meðal annars í því að beina íbúum samfélagsins í átt að sjálfbærni í ræktun, endurheimt vistkerfa og aukinni umhverfisvitund.“

Að sögn Atalla er hnignun landgæða, þar á meðal jarðvegseyðing mikið vandamál í Úganda. „Íbúar landsins eru mjög háðir gæðum landsins þar sem útflutningur er lítill og nánast öll matvælaframleiðsla innlend. Það segir sig því sjálft að landgæði og velferð íbúanna fara saman. Helstu vandamálin sem við stöndum frammi fyrir eru ofnýting á landi sem felast meðal annars í einræktun, eyðingu skóga og ofbeit. Afleiðing þessa er að land hefur víða tapað frjósemi.

Loftslagsbreytingar eru einnig farnar að hafa áhrif á veðurfarið og regntímabil eru óstöðug. Gríðarlegar rigningar á stuttum tíma skola efsta og frjósamasta jarðveginum burt. Til að bæta gráu ofan á svart var hernaðarástand um tíma í héraðinu sem ég starfa í og meðan á því stóð voru tré miskunnarlaust felld til eldiviðar. Í kjölfar skógareyðingarinnar hefur gróðurþekjan veikst og jarðvegseyðing fylgt í kjölfarið.“

Atalla segist gríðarlega ánægð með námið fram til þessa og að það hafi aukið sýn hennar á það sem er hægt að gera til að draga úr jarðvegshnignun í heimalandi sínu. „Áður en ég kom hingað taldi ég mig vita heilmikið um hvað má gera til að bæta ástandið. Í dag líður mér aftur á móti eins og heilinn á mér sé svampur sem sýgur í sig þekkingu sem mun nýtast mér við störf mín í framtíðinni.“

Prjónavetri lýkur
Líf og starf 10. apríl 2025

Prjónavetri lýkur

Íslenskur prjónaiðnaður hættir aldrei að vera móðins enda hefur Listasafn Sigurj...

Falleg sumarpeysa
Líf og starf 9. apríl 2025

Falleg sumarpeysa

Falleg peysa fyrir sumarið, prjónuð úr DROPS Muskat eða DROPS Belle sem er á 30%...

Bændablaðið á Suðurskautinu
Líf og starf 8. apríl 2025

Bændablaðið á Suðurskautinu

Hjörleifur Jóhannesson flugstjóri greip Bændablaðið með sér á Suðurskautslandið ...

Búvörusýning í Reykjavík
Líf og starf 8. apríl 2025

Búvörusýning í Reykjavík

Snemma árs 1984 hófst samstarf mjólkurdagsnefndar og markaðsnefndar landbúnaðari...

Dropinn holar steininn
Líf og starf 7. apríl 2025

Dropinn holar steininn

Eins og áður hefur komið fram er tískuiðnaðurinn mikill skaðvaldur náttúrunnar. ...

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit
Líf og starf 3. apríl 2025

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit

Helgina 15.-16. mars fór fram alþjóðlegt skákmót í félagsheimilinu Skjólbrekku í...

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti
Líf og starf 2. apríl 2025

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti

Matreiðslukeppni fyrir áhugakokka var haldin á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. m...

Ferðin á Heimsenda
Líf og starf 31. mars 2025

Ferðin á Heimsenda

Leikfélag Blönduóss, sem var endurvakið eftir níu ára dvala fyrir tveimur árum, ...