Gulleyjan sívinsæla
Verkið Gulleyjan í höndum Valgeirs Skagfjörð leikstjóra var frumsýnt sunnudaginn 23. október en söguna þekkja margir frá barnæsku.
Verkið er skrifað það herrans ár 1882 af skoska rithöfundinum og ljóðskáldinu Robert Louis Stevenson og fjallar í stórum dráttum um ævintýralegustu fjársjóðsleit allra tíma. Má segja að þarna sé um fyrirmynd allra sjóræningjasagna að ræða og með hinn vel kynnta Langa John Silver í einu aðalhlutverkinu. Gulleyjan er leik- og söngleikur af bestu gerð fyrir alla fjölskylduna eftir Robert Louis Stevenson, eins og áður sagði, en einnig þá Karl Ágúst Úlfsson og Sigurð Sigurjónsson.
Sýningin er full af kostulegum persónum, bardögum og allsherjar göldrum enda slá hér liðsmenn Leikfélags Fljótdalshéraðs rækilega í gegn á fjölunum.
Sýnt verður í glæsilegu, nýuppgerðu menningarhúsi á Egilsstöðum, Sláturhúsinu, en frumsýnt er 29. október næstkomandi. Aðrir sýningadagar Gulleyjunnar eru svo 30. október kl. 15.00, 2. nóvember kl. 18.00, 3. nóvember kl. 18.00, 5. nóvember kl. 15.00, 6. nóvember kl. 15.00, 10. nóvember, kl. 18.00 og 12. nóvember, kl. 15.00.
Hægt er að tryggja sér miða á vefsíðunni bit.ly/gulleyjan.