Hafurinn Þorri í Finnafirði
Þessi glæsilegi hafur, sem heitir Þorri, á heima á bænum Felli í Finnafirði. Eigandi hans er Reimar Sigurjónsson. Fell er á Norðausturlandi á Langanesströnd, sem liggur milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Þar er stunduð ferðaþjónusta og landbúnaður í smáum stíl.
„Þorri er 2015 árgerð, fæddur 10. febrúar. Hann var vanaður fyrir tveimur árum. Hann er algjört gæðablóð og í miklu uppáhaldi hér á bænum,“ segir Reimar, sem fékk 24 kið í vor en á Felli eru 20 vetrarfóðraðar geitur og tuttugu kindur.