Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Haldið verður upp á 70 ára afmæli Skógasafns og Héraðsskólans á Skógum sunnudaginn 15. september frá kl. 15.00 til 18.00.
Haldið verður upp á 70 ára afmæli Skógasafns og Héraðsskólans á Skógum sunnudaginn 15. september frá kl. 15.00 til 18.00.
Mynd / Andri Guðmundsson
Líf og starf 16. september 2019

Haldið upp á 70 ára afmæli Skógasafns og Skógaskóla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sunnudagurinn 15. september verður stór dagur í Skógasafni undir Eyjafjöllum en þann dag frá 15.00 til 18.00 verður haldið upp á 70 ára afmæli safnsins, auk Skógaskóla. 
 
Hátíðin byrjar í Skógaskóla og síðan verður ný sýning opnuð um sögu þessara stofnana í safninu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað frá því að Skógasafn var fyrst opnað almenningi. Safnið er nú eitt það stærsta á landinu og  telur safnkosturinn um 18 þúsund muni sem var að mestu leyti safnað af fyrrum safnstjóra, Þórði Tómassyni. Safnið hefur notið mikilla vinsælda og árlega skiptir gestafjöldi safnsins tugum þúsunda.
 
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun setja hátíðina klukkan 15.00. Þá verða nokkur ávörp flutt og sönghópurinn Öðlingar úr Rangárvallasýslu mun syngja nokkur lög. Kaffiveitingar verða í Skógakaffi og Fornbílaklúbbur Íslands verður með fornbíla til sýnis. Allir eru velkomnir í afmælið.
 
Á safninu á Skógum kennir margra grasa. Mynd / HKr. 
 
Vegagerð hefur sinn sess á safninu. Mynd / HKr. 

Skylt efni: Skógasafn | Skógaskóli | Skógar

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...