Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Halldór Hafliðason, bronsverðlaunahafi Ólympíuleika ungkokka.
Halldór Hafliðason, bronsverðlaunahafi Ólympíuleika ungkokka.
Líf og starf 15. febrúar 2022

Halldór Hafliðason hlaut bronsið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Halldór Hafliðason, matreiðslunemi í Mennta­skólanum í Kópavogi, hlaut brons­verðlaun á Ólympíuleikum ungkokka sem haldin var fyrir skömmu. Honum til aðstoðar voru Kristinn Þór Gautason og Dagur Gnýsson, auk Ægis Friðrikssonar þjálfara. Halldór er á námssamningi hjá veitingahúsinu Tides á Marriott Edition hótelinu.

Að sögn Halldórs er keppnin vanalega haldin í Kolkata á Indlandi en vegna Covid hefur hún undanfarin tvö ár farið fram í gegnum netið.
„Keppnin er fyrir kokka yngri en 23 ára og fór þannig fram að keppendum í löndunum 50 sem tóku þátt var stillt upp fyrir framan þrjár myndavélar sem voru í gangi allan tímann sem við vorum að elda.“

Pönnusteikt kjúklingabringa ásamt sætri kartöflu fylltri með linsubaunaragú.

Brons og viðurkenning fyrir hreinlæti

Þetta er í fyrsta sinn sem Halldór tekur þátt í keppninni og árangurinn glæsilegur því auk þess að vinna bronsverðlaunin, fékk hann viðurkenningu fyrir hreinlæti og ritgerð.

Að þessu sinni hlaut Ítalía gullið og Singapúr silfurverðlaunin

Kjúklingaréttur

„Í lokakeppninni fengum við það verkefni að úrbeina heilan kjúkling og gera úr honum rétt að eigin vali með fyrirfram ákveðnu hráefni og súkkulaðieftirrétt.

Rétturinn sem við matreiddum voru pönnusteiktar kjúklingabringur og rúlluðum við skinninu í heilu lagi utan um lærin og afskurðinn. Í meðlæti voru sætar kartöflur sem búið var að stinga út í bolla og fylla með linsubaunaragú sem var toppað með örvarrótarkexi.“

Með kokkablóð í æðum

Halldór á ekki langt að sækja áhuga sinn á eldamennsku því faðir hans, Hafliði Halldórsson, er margverðlaunaður matreiðslumeistari og var um tíma þjálfari og fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...