Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Pétur Halldórsson, kynningarstjóri Skógræktarinnar, bauð forsetahjónunum upp á hið rómaða skógarkaffi.
Pétur Halldórsson, kynningarstjóri Skógræktarinnar, bauð forsetahjónunum upp á hið rómaða skógarkaffi.
Líf og starf 22. ágúst 2016

Handverkshátíð og landbúnaðar- sýning að Hrafnagili

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Hátíðin  tókst afskaplega vel, veðrið lék við okkur alla dagana,“ segir Guðný Jóhannesdóttir, annar af tveimur framkvæmdastjórum Handverkshátíðar að Hrafnagili sem haldin var um liðna helgi. Jafnframt var efnt til veglegrar landbúnaðarsýningar sem vakti verðskuldaða athygli.  
 
Heimsóknir á hátíðina voru um 20 þúsund, en meðal gesta voru forsetahjónin, hr. Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid sem nutu þess að ganga um sýninguna og kynna sér glæsilegt handverk og starfsemi íslensks landbúnaðar.
 
Árlega velur valnefnd Handverkshátíðar fallegasta sölubás ársins og handverksmann ársins. Handverksmaður ársins er Guðrún Kolbeins fyrir frábæra hönnun og handverk sem unnin er af fagmennsku, þar sem aldagömul vefnarðarhefð er færð til nútímans. Hildur H. List-hönnun hlaut verðlaun fyrir sölubás ársins og Kristján Guðlaugsson hjá Brak-handverk fékk hvatningarverðlaun hátíðarinnar, en skemmtileg nýting hans á rekavið kemur á óvart í frumlegum slaufum. 

14 myndir:

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...