Heimasmíðuð leikföng, gjafa- og skrautmunir
Hvað er betra eða notalegra en að byrja jólaundirbúninginn á því að heimsækja jólamarkað Handverkstæðisins Ásgarðs í Mosfellsbæ laugardaginn 3. desember næstkomandi?
Á markaðinum verða til sýnis og sölu fallegar, handsmíðaðar vörur sem starfsfólk Ásgarðs hefur búið til, gestabækur, leikföng, gjafa- og skrautmunir og margt fleira. Einnig verður boðið upp á kaffi, súkkulaði og kökur gegn vægu gjaldi. Þá munu góðir gestir líta í heimsókn og taka nokkur lög.
Markaðurinn, sem núna er haldinn eftir tveggja ára Covid-hlé, hefur ávallt verið hinn glæsilegasti og verður haldinn í húsnæði Ásgarðs að Álafossvegi 14 og 22 í Mosfellsbæ laugardaginn 3. desember á milli kl. 12 og 17.