Heimsókn á hestabúgarð
Krakkarnir í 6.–7. bekk Waldorfsskólans Sólstöfum, þau Björn, Ilia, Ísak Björn, Indíana, Bjargmundur, Snorri, Ísabella, Fróði, Kolka, Hlynur, Víkingur, Valva, Bragi, Birgir, Náttúlfur, Bergrós, María og Emelía lögðu land undir fót á dögunum og fóru í þriggja daga hestaferðalag austur að Flúðum.
Þar tóku á móti þeim aðstandendur gistiheimilisins og hestabúgarðsins að Syðra-Langholti, og naut ungviðið sín af fullum krafti við útreiðar og annað brask í heilnæmu sveitaloftinu – undir vökulum augum Shabönu, kennara síns, Snorra skólastjóra og foreldra sem flutu með sem liðsauki. Lukkaðist ferðin vel og var skemmtileg tilbreyting í annars almennu skólastarfi.