Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
„Ég er bjartsýn á sumarið, ég held að margir verði á ferðinni hér norðan heiða og leggi leið sína inn í Eyjafjörð,“ segir María Pálsdóttir, eigandi Hælisins, seturs um sögu berklanna. Myndin er tekin við opnun þess.
„Ég er bjartsýn á sumarið, ég held að margir verði á ferðinni hér norðan heiða og leggi leið sína inn í Eyjafjörð,“ segir María Pálsdóttir, eigandi Hælisins, seturs um sögu berklanna. Myndin er tekin við opnun þess.
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 22. júní 2022

Heimsóknir skólahópa á Kristnes í Eyjafjarðarsveit

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Viðbrögðin hafa verið mjög góð og því hef ég fullan hug á að halda þessu áfram,“ segir María Pálsdóttir, eigandi Hælisins, seturs um sögu berklanna, á Kristnesi í Eyjafjarðarsveit.

María tók á móti skólahópum á liðnu vori og gaf börnunum færi á að kynnast sögu berklanna sem áður fyrr lagði marga að velli. Hún fékk styrk frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra vegna heimsóknanna.

„Það er dágóður hópur sem farið hefur hér í gegn og ég heyri ekki annað en að allir séu ánægðir með heimsóknina,“ segir María. Alls hafa 10 grunnskólar á svæðinu nýtt sér boð Maríu um heimsókn á Hælið, allir sjö grunnskólarnir á Akureyri, Þelamerkurskóli, Hrafnagilsskóli og Grenivíkurskóli.

Skiptir upp í þrjá hópa 
Sólböð voru áður fyrr stunduð í grunnskólum landsins í þeim tilgangi að styrkja D-vítamínbúskap líkamans. Sólbaðsstofur voru bæði á Vífilsstöðum og Kristneshæli. Hér prófa krakkarnir að máta gleraugun sem notuð voru.

Fyrirkomulagið er þaulskipulagt og gengur smurt upp, segir María, en hverjum hóp er skipt upp í þrjá minni hópa. Einn fer í kynnisferð um setrið og fær innsýn í sögu berklanna hér á landi, á meðan er annar hópur á flötinni við Kristnesspítala í leikjum og hópefli og einn hópur fer í skógargöngu um Reykhússkóg ofan við Hælið.

Einn starfsmaður fylgir hverjum hóp, þannig að þrjá þarf til að taka á móti hverjum skólahóp.

María segir að hún hafi fullan hug á að halda þessu starfi áfram og vonar að til þess fáist styrkur, grunnskólarnir sjálfir hafi ekki úr miklu fé að spila til að nýta í fræðsluferðir af þessu tagi.

Bjartsýn á sumarið

„Ég er bjartsýn á sumarið, ég held að margir verði á ferðinni hér norðan heiða og leggi leið sína inn í Eyjafjörð,“ segir María.

Sumaropnun Hælisins hefst um miðjan júní og verður opið alla daga frá 13 til 18 fram á haustið. Skógarböðin, sem opnuð voru nýlega, segir hún án vafa munu laða marga að, auk þess sem ýmislegt áhugavert sé í boði í sveitarfélaginu. María telur ekki ólíklegt að hún muni bjóða upp á viðburði í sumar, tónleika eða annað sem lífgar upp á tilveruna

Skylt efni: berklar

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...