Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sumjidmaa Sainnemekh varði doktorsritgerð á sviði umhverfisfræða við deild Náttúru og skóga við Landbúnaðarháskóla Íslands nýverið.
Sumjidmaa Sainnemekh varði doktorsritgerð á sviði umhverfisfræða við deild Náttúru og skóga við Landbúnaðarháskóla Íslands nýverið.
Mynd / LbhÍ
Líf og starf 28. nóvember 2022

Hnignun beitarlands í Mongólíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sumjidmaa Sainnemekh varði fyrir skömmu doktorsritgerð sína á sviði umhverfisfræða við deild Náttúru og skóga við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Ritgerðin ber heitið Hnignun beitilanda í Mongólíu – mynstur og drifkraftar (e. Patterns and drivers of rangeland degradation in Mongolia).

Meginmarkmið verkefnis voru að taka saman fyrri rannsóknir á hnignun beitilanda í Mongólíu og meta og draga saman með kerfisbundnum hætti upplýsingar um hvernig mismunandi rannsóknir greindu hnignun, á hvaða fræðilega grunni þær byggðu og hverjir voru orsakavaldar hnignunar, ásamt landfræðilegri dreifingu þessara rannsókna, að greina leitni gróðurfarsbreytinga í mongólskum beitilöndum með því að nýta langtíma vöktunargögn sem ná yfir stór svæði og að meta orsakir gróðurfarsbreytinga yfir um 10 ára tímabil á gresjum Mongólíu út frá nákvæmum mælingum á gróðurfari.

Á undanförnum áratugum hafa komið fram alvarlegar áhyggjur af sívaxandi hnignun beitilanda í Mongólíu. Skilningur á hnignun beitilanda og mat á langtíma þróun gróðurfarsbreytinga er nauðsynleg undirstaða fyrir þróun leiða til sjálfbærrar nýtingar á þeim. Beitilönd í Mongólíu eru um 2,5% af heildarþekju graslendis í heiminum og eru talin vera á meðal síðustu beitilanda heimsins sem eru óröskuð. Þau ná yfir meginhluta Mongólíu og tengist beit búpenings á beitilöndum lífsviðurværi nærri helmings mongólsku þjóðarinnar.

Skylt efni: beitarland | doktorsritgerð

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...