Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Saga verðlaunagripsins nær aftur til ársins 1944 þegar fyrsta gæðingakeppni var haldin.
Saga verðlaunagripsins nær aftur til ársins 1944 þegar fyrsta gæðingakeppni var haldin.
Mynd / Hestamannafélagið Smári
Líf og starf 22. júní 2022

Hreppasvipan lögð á hilluna

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Fyrstu heimildir um gæðinga­ keppni í hestaíþróttum er frá keppni í Gnúpverjahreppi í ágúst 1944, en keppnin fór fram við Sandlækjarós. Á þessum kappreiðum var veittur sérstakur verðlaunagripur, Hreppasvipan, en heimildir herma að þetta sé elsti verðlaunagripur sem veittur er á hestaþingum hérlendis.

Þegar veðmálin lögðust af voru til hestaáhugamenn sem þóttu mótin fremur einhæf og ekki eins skemmtileg. Sveinn Sveinsson á Hrafnkelsstöðum og Einar Gestsson á Hæli vildu gera tilraun til að glæða áhuga á hestaíþróttinni og ákváðu að halda hestaþing við Sandlækjarós þar sem í fyrsta skipti var boðið upp á grein sem átti að sýna frekar gangfegurð og gæðingsfas heldur en spretthraða. Þarna var lagður grunnurinn að gæðingakeppni eins og við þekkjum hana í dag.

Hreppasvipan var veitt í fyrsta skiptið á þessu móti og er svipan farandgripur. Hugmyndin að þessum grip er komin frá Eiríki Einarssyni frá Hæli og um 70 öðrum brottfluttum Hreppamönnum. Þessir gömlu hestastrákar fengu veður af því að stofna ætti hestamannafélag í Hreppnum og tóku sig til og létu smíða veglega svipu.

Svipan var veitt á þessu móti en ári síðar var stofnað hestamannafélag Hreppanna. Svipan er silfurbúin og var nafninu Hreppasvipan smellt á stéttina í gullstöfum. Svipunni fylgdi bréf þar sem útlistaðar voru reglur varðandi gripinn og hvernig skyldi standa að vali á handhafa hennar. Reglurnar voru mjög rúmar en svipuna átti að veita þeim hesti sem talið var, að mati dómnefndar, búa yfir mestu gæðingskostunum. Allar götur síðan hefur svipan verið veitt hæstdæmda alhliða gæðingi félagsmanns.

Gulltoppur hinn vakri

Fyrsti handhafi hreppasvipunnar var Gulltoppur Jóns Ólafssonar í Eystra-Geldingaholti, en hann hlaut einróma lof dómara, sem voru þeir Gunnar Bjarnason ráðunautur, Ásgeir Jónsson frá Gottorp og Björn Gunnlaugsson, formaður Fáks.

Í bókinni Fákur – Þættir um hesta, menn og kappreiðar, sem kom út árið 1949, er sagt frá þessum kappreiðum og er Gulltoppi þar lýst:

„Vakur í bezta lagi, hefir fjölbreytni í gangi og gangmýkt, prýðilegt fjör, gæfa lund, og virðist vera mjög vel taminn. Allur er hann hinn reiðhestslegasti.“

Síðasti handhafi svipunnar er Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk, en knapi á honum var Kristín Magnúsdóttir. Mynd / Bára Másdóttir

Til gamans má geta að þar er einnig tekið fram að Gulltoppur var sá eini í hópi skeiðhesta sem rann sprettfærið á kostum og að veitt voru 150 kr. í verðlaunafé. Gulltoppur átti eftir að hljóta þann heiður að verða handhafi Hreppasvipunnar alls sex sinnum en þar á eftir var Blær Hermanns í Langholtskoti handhafi hennar fjórum sinnum og Þytur Sigfúsar í Vestra-Geldingaholti þrisvar sinnum.

Ári eftir að hestamannafélag Hreppanna var stofnað bættust Skeiðamenn í hópinn og var nafni félagsins breytt í hestamannafélagið Smára. Síðasta sumar, 2021, samþykktu Smáramenn að sameinast hestamannafélögunum Loga í Biskupstungum og Trausta í Laugardal í eitt félag, sem nú hefur hlotið nafnið Jökull.

Ákveðið var að hætta að veita svipuna og verður hún geymd til sýnis hjá hestamannafélaginu. Síðasti handhafi svipunnar er því Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk, en knapi á honum var Kristín Magnúsdóttir.

Skylt efni: hreppasvipan

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...