Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hugmyndasamkeppni um þjóðlega rétti
Líf og starf 20. apríl 2018

Hugmyndasamkeppni um þjóðlega rétti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matarauður Íslands og Hótel- og matvælaskólinn efna til hugmynda- og uppskriftasamkeppni um þjóðlega rétti við þjóðvegina okkar. Er þetta gert undir spurningunni „Þjóðlegir réttir á okkar veg - ertu með?“

Keppnin stendur til 1.mai næstkomandi. Hægt er að lesa nánar um samkeppnina og skrá  hugmynd eða uppskrift á www.mataraudur.is. Úrval uppskrifta og hugmynda verða birtar á vef Matarauðs Íslands 11. maí og þar verður hægt að líka við hugmyndirnar og deila á samfélagsmiðlum.

„Það getur verið erfiðleikum bundið að skilgreina hvað sé þjóðlegur matur. Vissulega getum við leitað til hefðanna og sagt sem svo: Þetta er þjóðlegt, þetta er íslenskt. Það er hins vegar hluti þess að lifa í samfélagi að taka hlutina til endurskoðunar öðru hverju og þróa í takt við tíðarandann. Tökum höndum saman og tengjum umræður næstu daga við  íslenskt hráefni og matarmenningu. Deilum matarminningum með hvert öðru og sjáum hvaða hugmyndir þjóðin kemur með,“ segir í tilkynningu um keppnina. 

Það má senda inn hefðbundnar og óhefðbundar hugmyndir, í gömlum eða nýjum búningi. Okkar skilningur er þó að þjóðlegir réttir spretta alltaf upp úr íslensku hráefni. Sérstaklega verður tekið tillit til þess ef saga á bak við réttinn fylgir með.

Hótel- og matvælaskólinn eldar og reiðir fram 15 valda rétti úr innsendum hugmyndum fyrir dómnefnd. Fimm réttir standa síðan upp úr sem vinningsréttir. Veitingahús í kringum landið í eru í samstarfi við Matarauð Íslands og velja einn af þeim 15 réttum sem komast í undanúrslit, á matseðilinn sinn í sumar.

Samhliða þessu átaki er fólki boðið að skrá matarminningar sínar og hægt er að gera það á mataraudur.is

 

Skylt efni: Þjóðlegir réttir

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...