Hurðarbaksbúið og Birtingarholt verðlaunuð
Nýlega kallaði Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, kúabændurna á Hurðarbaki í Flóa, þau Fanneyju Ólafsdóttur og Reyni Þór Jónsson, ásamt Fjólu Ingveldi Kjartansdóttur, kúabónda í Birtingarholti í Hrunamannahreppi, á sinn fund. Ástæðan var sú að hann var að veita þeim verðlaun.
Annars vegar fékk Hurðarbaksbúið verðlaun fyrir að vera afurðahæsta búið á Suðurlandi 2020.
Hins vegar fékk kúabúið í Birtingarholti verðlaun fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2020, sem var Ösp hjá Fjólu Ingveldi og Sigurði Ágústssyni. Hún mjólkaði 14.062 kg. Meðalafurðir voru 8.445 kg á árskú á Hurðarbaki 2020 en búið var líka afurðahæst árið 2019. Á bænum eru um 50 mjólkandi kýr.
Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir með verðlaunagripina sem þau Sigurður Ágústsson fengu fyrir Ösp, en hún mjólkaði 14.062 kg á síðasta ári.