Í útreiðartúr
Bjarni Alexandersson er hreint ekki af baki dottinn í hestamennskunni þótt aðeins séu fimm mánuðir í 82 ára afmælið. Hér ríður hann hinum 23 vetra Streng, sem virðist heldur ekkert vera að gefa eftir þrátt fyrir aldur. Umhverfið er síðan ekki amalegt í hinni fallega gulu sandfjöru á Stakkhamarsnesi á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bjarni þekkir fjöruna vel enda var hann bóndi um áratuga skeið á bænum Stakkhamri þarna skammt fyrir ofan.