Íslandrover 20 ára
Félag Land Rover eigenda, efndi til hópferðar í Þórsmörk 13. maí. Tilefnið var 75 ára afmæli Land Rover annars vegar og tuttugu ára afmæli Íslandrover hins vegar.
Slagregn kom ekki að sök, enda farartækin að mestu vatnsheld. Nokkrar ár eru á leiðinni upp í Bása, sem reyndust mátulega mikil áskorun. Leiðin er fær óbreyttum jeppum, enda ekki ekið yfir Krossá. Í lok ferðar var grillveisla að Völlum, skammt frá Hvolsvelli.
Íslandrover mun svo efna til sumarhátíðar 7.–9. júlí að Árbliki í Dölum.