Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Framsóknarráðherrarnir, núverandi og fyrrverandi, Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðni Ágústsson, eru hrifnir og ánægðir með nýja Skyrlandið.
Framsóknarráðherrarnir, núverandi og fyrrverandi, Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðni Ágústsson, eru hrifnir og ánægðir með nýja Skyrlandið.
Mynd / MHH
Líf og starf 9. nóvember 2021

Íslenska skyrinu fagnað í Skyrlandi á Selfossi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það var stór hópur boðsgesta, sem mætti á formlega opnun Skyrlands í nýja miðbænum á Selfossi fimmtudaginn 21. október. Um er að ræða nýja upplifunarsýningu um skyr og matarmenningu Íslands. Sýningin hefur verið í undirbúningi í þrjú ár en aðalhönnuður hennar er Snorri Freyr Hilmarsson, leikmynda- og sýningahönnuður.

Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir, rekstrarstjóri Skyrlands, með foreldrum sínum, þeim Guðlaugi Gunnari Björnssyni og Rut Fjölnisdóttur, sem eru að sjálfsögðu mjög stolt af dóttur sinni.

Skyrland er í eigu Skyrheima, félags sem Mjólkursamsalan og Sigtún Þróunarfélag stofnuðu utan um verkefnið. Saga Selfoss er nátengd skyrgerð og mjólkuriðnaði á Íslandi. Fljótlega eftir stofnun Mjólkurbús Flóamanna og byggingu gamla mjólkurbúsins 1929 hófst fyrir alvöru iðnaðarframleiðsla ýmissa mjólkurafurða hér á landi og þar á meðal skyrsins. Staðsetning mjólkurbúsins skammt frá Ölfusárbrú dró til sín fjölda starfsmanna, sem voru meðal frumbyggja hins nýja bæjar sem stækkaði hratt í kjölfarið. 

Starfsmenn MS á Selfossi, þau Jóna Steingrímsdóttir og Björn Magnússon (t.v.) og kúabændurnir í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi, þau Samúel Eyjólfsson og Þórunn Andrésdóttir, mættu við opnunina, alsæl með nýju sýninguna.

Ari Edwald hjá MS og Magnús H. Sigurðsson, fyrrverandi bóndi í Birtingaholti í Hrunamannahreppi, eru mjög ánægðir og stoltir af nýja Skyrlandinu í nýja miðbænum á Selfossi.

Skylt efni: Mjólkursamsalan | Skyr | Skyrland

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...