Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jaðrakan
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 14. júlí 2023

Jaðrakan

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Jaðrakan er fremur stór vaðfugl, hann er alfarið votlendisfugl og einn af einkennisfuglum votlendis á láglendi. Líkt og margir vaðfuglar er hann háfættur, með langan háls og langt nef. Hann er útbreiddur um mest allt land en þó að mestu eða alfarið á láglendi og telur stofninn um 68.000 varppör. Þeir verpa í eða í nágrenni við alls konar votlendi og fela hreiðrin sín iðulega mjög vel. Jaðrakan er alfarið farfugl á Íslandi og heyra íslenskir jaðrakanar til sérstakrar undirtegundar (L.I. islandica). Þeir hafa vetrardvöl að mestu á Bretlandseyjum en einnig í Vestur-Evrópu og suður til Spánar. Jaðrakan getur verið fremur hávær, sérstaklega á varpstöðvum þar sem hann er nokkuð órólegur. En hljóðið í honum er nokkuð einkennandi hávært og hvellt „vaddúddí - vaddúddí“.

Skylt efni: fuglinn

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...