Jóhanna og Aðalgeir sæmd riddarakrossinum
Tveir bændur, þau Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir og Aðalgeir Egilsson, voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 17. júní.
Jóhanna er geitabóndi á Háafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði og var sæmd riddarakrossi fyrir frumkvöðlastarf í landbúnaði.
Jóhanna er nýtekin við formennsku í Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila matvæla. Hún rekur langstærsta geitfjárbú landsins og hefur unnið gott starf á undanförnum tveimur áratugum við verndun og ræktun hins einstaka íslenska geitfjárstofns.
Aðalgeir er bóndi á Mánárbakka á Tjörnesi og var sæmdur riddarakrossi fyrir framlag til veðurathugana og minjavörslu. Á Mánárbakka byggði hann upp minjasafn sem var opnað 18. júní 1995.