Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hópurinn sem sæmdur var heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu þann 17. júní. Aðalgeir er þriðji frá vinstri en Jóhanna áttunda.
Hópurinn sem sæmdur var heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu þann 17. júní. Aðalgeir er þriðji frá vinstri en Jóhanna áttunda.
Mynd / Skrifstofa forseta Íslands
Líf og starf 3. júlí 2023

Jóhanna og Aðalgeir sæmd riddarakrossinum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Tveir bændur, þau Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir og Aðalgeir Egilsson, voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 17. júní.

Jóhanna er geitabóndi á Háafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði og var sæmd riddarakrossi fyrir frumkvöðlastarf í landbúnaði.

Jóhanna er nýtekin við formennsku í Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila matvæla. Hún rekur langstærsta geitfjárbú landsins og hefur unnið gott starf á undanförnum tveimur áratugum við verndun og ræktun hins einstaka íslenska geitfjárstofns.

Aðalgeir er bóndi á Mánárbakka á Tjörnesi og var sæmdur riddarakrossi fyrir framlag til veðurathugana og minjavörslu. Á Mánárbakka byggði hann upp minjasafn sem var opnað 18. júní 1995.

Skylt efni: fálkaorðan

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...

Kjötbókin 30 ára
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 o...

Skákþrautir á netinu
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á ...

Sveitabúðin Una
Líf og starf 28. nóvember 2024

Sveitabúðin Una

Hjónin Rebekka Katrínardóttir og Magnús Haraldsson hafa rekið sveitabúðina Unu n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...