Pétur Pétursson er hér í makindum með mjólkurkúnni sinni Jöklu sem ber sama nafn og sama litarhátt og rjómalíkjör þeirra hjóna.
Pétur Pétursson er hér í makindum með mjólkurkúnni sinni Jöklu sem ber sama nafn og sama litarhátt og rjómalíkjör þeirra hjóna.
Mynd / Einkaeign
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsamkeppni í tengslum við fyrirtæki sitt Jöklu.

Stofnuðu þau hjónin, hann og Sigríður Sigurðardóttir, Jöklavin ehf. fyrir réttum fimm árum síðan með það fyrir augum að hefja framleiðslu á hágæða íslenskum rjómalíkjör.

Þekkja vitaskuld margir til þess lostætis sem kom á markaðinn 2021, en segir Pétur aðspurður að með gæði landsins okkar í huga hafi honum komið til hugar að halda samkeppni sem tengir þjóðarstoltið, íslensku lopapeysuna, við afurðina sína alíslensku – rjómalíkjörinn.

Prjónagleði

„Ég sá þetta fyrir mér ljóslifandi,“ segir Pétur glaðlega. „Rjóminn, jökullinn og ullin eiga sterkar rætur í okkur landsmönnum.

Því fannst mér tilvalið að efna til samkeppni þar sem fólk hannar lopapeysur og vinnur með liti sem koma úr árfarvegum jökla, þá til að mynda bláan, ljósbrúnan og svo rjómalitan – eins og sjá má á flöskum rjómalíkjörsins Jöklu. Möguleikarnir á munstri peysunnar eru óteljandi og hægt að tvinna saman liti, merki Jöklu, árfarveg, mjólkurkýr eða annað sem fólki kemur til hugar.“

Hönnun vinningspeysu

„Svo tekur ullarfyrirtækið Ístex á móti prjónuðum peysum frá fólki og munu dómarar velja vinningshafana fyrir 29. maí. Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið auk þess sem frumlegasta peysan verður valin. Þannig nú geta prjónaglaðir landsmenn lagst undir feld og farið að hanna vinningspeysu til að senda inn.

Í kjölfarið fannst mér upplagt að halda heljarinnar verðlaunaafhendingu og veislu núna í lok maí í félagsheimilinu Hlégarði – enda Mosfellsbærinn mitt hverfi. Þar verða gestir klæddir í aðsendar peysur og fá að mynda sér skoðun á verðlaunasætunum. Dómnefndin hefur þó valdið og ekki verður boðið upp á símakosningar,“ segir Pétur hlæjandi.

Verðlaunaafhending og veisla

Úrslitakvöldið er öllum opið, veislustjóri sér um gleðina, snarl verður í boði og tónlist mun óma um loftið. Veglegir vinningar verða í boði, t.d. veitir Markaðsstofan Icelandic Lamb hverjum vinnings- hafa 30 þúsund króna gjafabréf, Mjólkursamsalan gefur veglegar osta- og góðgætiskörfur, Sleipnir Tour gleður þá með ferð fyrir tvo upp á Langjökul og Ístex gefur vinningshöfunum værðarvoðir hannaðar af Védísi Jónsdóttur, yfirhönnuði hjá Ístex, sem einnig ber titilinn formaður dómnefndar.

„Það er um að gera að spreyta sig á þessu,“ segir Pétur. „Senda svo prjónaðar peysur til Ístex, Völuteig 6, 270 Mosfellsbæ fyrir 29. maí næstkomandi og mæta hress í Hlégarð klukkan átta, föstudagskvöldið 31. maí.

Þetta verður stuð!“

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...