Katrínu ekki slátrað
Á hringferð sinni um landið í vor kom Katrín Jakobsdóttir við á Skarðaborg í Reykjahverfi.
Þar var sauðburður í fullum gangi og var ráðherrann fenginn til að taka á móti lambi sem í kjölfarið fékk nafnið Katrín. Í haust kom þessi
gimbur af fjalli og ákváðu Helga og Sigurður, bændur á Skarðaborg, að Katrín yrði líflamb.
Frá þessu greinir forsætisráðherra á Facebooksíðu sinni eftir að hún hitti gimbrina öðru sinni í byrjun mánaðar.