Keppt um Gullklippurnar í 101
Það var rífandi stemning á Kex-hostel í Reykjavík þegar rúningskeppnin um Gullklippurnar fór fram á dögunum í samstarfi Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændablaðsins og Kex-hostel. Einvala lið rúningsmanna var mætt í höfuðstaðinn en alls sýndu sex þátttakendur listir sínar. Eftir harða keppni stóð Julio Cesar Gutierrez, Hávarðsstöðum, uppi sem sigurvegari og hlaut hinar eftirsóttu Gullklippur. Fjöldi fólks fylgdist með viðburðinum, sem var haldinn í tengslum við aðalfund og árshátíð Landssamtaka sauðfjárbænda.