Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kjassgefinn forystuhrútur
Líf og starf 21. desember 2020

Kjassgefinn forystuhrútur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Olga Marta Einarsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Einarsstöðum í Reykjadal, á sér einn uppáhaldshrút í fjárhúsinu en það er mjög fallega hyrndur forystuhrútur, sem Olga segir ofurfallegan. 

Hrúturinn er fæddur 2016 í Hellulandi í Aðaldal hjá Snjólaugu Önnu Pétursdóttur og Kristjáni Hólmgeiri Sigtryggssyni en Olga fékk hann í skiptum fyrir gráan gerðarhrút. Hrúturinn heitir Moreward Haig eftir uppáhalds sögupersónu móðurafa Olgu en sá Haig var „fullnumi“, eins konar andlegur gúrú. 

„Hrúturinn hefur höfðinglegt lundarfar, vill að maður sýni honum virðingu og þá fær maður virðingu á móti. Hornin byrgja honum aðeins sýn, svo hann virðist stundum hvumpinn en hann er líka afar þakklátur þegar ég hreinsa hey frá augum hans en það vill setjast ofan á hornin. Hann er afar kjassgefinn og ljúfur.  Forystueðlið er ágætt, hann fer á undan heim og er ekki óþægur,“ segir Olga Marta, rígmontin með fallega hrútinn sinn.

Olga Marta Einarsdóttir, sauðfjár­bóndi á bænum Einars­stöðum í Reykjadal,
með forystuhrútinn Moreward Haig.

Skylt efni: forystufé

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...