Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hér er Kristjana K. Jónsdóttir við verðlaunapeysuna sína, glæsileg peysa sem sómi er af.
Hér er Kristjana K. Jónsdóttir við verðlaunapeysuna sína, glæsileg peysa sem sómi er af.
Mynd / MHH
Líf og starf 22. júní 2018

Kristjana Jónsdóttir á Hvolsvelli prjónaði Lýðveldispeysuna 2018

Höfundur: MHH / HKr.
Yfir 20 peysur bárust prjónahönnunar­samkeppni í tilefni af 100 ára fullveldis Íslands. Voru þær allar til sýnis á Prjónagleðinni í samkomuhúsinu á Blönduósi sem fór fram dagana 8. til 10. júní.  
 
Kristjana K. Jónsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppninni á Fullveldispeysunni. „Markmiðið með Prjónagleðinni var að stefna saman reyndum og lítið reyndum prjónurum og ekki síst að draga allt þetta góða prjónafólk út úr hornum stofunnar til að sýna sig og sjá aðra. Einnig að deila reynslu og læra eitthvað nýtt,“ segir Jóhanna Erla Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Textílsetursins. 
 
Glöð og stolt segir sigurvegarinn
 
„Ég hef gaman af að prjóna og þá ekki alltaf eftir uppskriftum. Nú fór ég eftir þema keppninnar sem var að draga fram samlíkingu á milli fortíðar og nútíðar í menningu og sögu lands og þjóðar með tilvísun til fullveldis Íslands. Ég hugsaði þá um þjóðarblómið og landvættina og gróðurinn og spann þetta smá saman, útkoman var fyrsta sæti, sem ég er mjög glöð og stolt með,“ segir Kristjana Jónsdóttir, alltaf kölluð Sjana, en lopapeysan hennar vann í samkeppninni. 
 
Ásta G. Kristjánsdóttir hlaut önnur verðlaun en í umsögn dómnefndar um hennar peysu segir: 
„Peysan er með fallegu og kvenlegu sniði. Tæknilega vel útfærð og á baki peysunnar er rósaleppuprjón notað á áhugaverðan hátt.“
 
Svanhildur Bjarnadóttir hlaut þriðju verðlaun og segir þetta í umsögn dómnefndar: 
„Áhugavert snið, kvenleg flík sem vísar í íslenska kvenbúninginn. Flíkin er tæknilega vel og fallega útfærð á einfaldan hátt.“
 
Tilkynnt var um vinningshafana í hönnunarsamkeppninni á hátíðarkvöldverði Prjónagleðinnar á Hótel Blöndu. Eliza Reid forsetafrú upplýsti um verðlaunin og afhenti þau.
 
Textílsetur Íslands á Blönduósi hafði veg og vanda af Prjónagleðinni, ásamt nokkrum samstarfsaðilum.

11 myndir:

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...