Læknirinn í englaverksmiðjunni
Í Læknirinn í englaverksmiðjunni rekur Ásdís Halla Bragadóttir sögur fjölskyldu blóðföður síns, Moritz Halldórssonar læknis. Höfundur leitaði heimilda í fjórum löndum um lífshlaup Móritz sem átti sér stóra drauma og fjölskylduleyndarmálum sem aldrei áttu að verða afhjúpuð.
Moritz Fæddist 19. apríl 1854 en lést 9. október 1911. Hann þótti vel gefinn og tekinn inn annan bekk í Reykjavíkurskóla, lauk stúdentsprófi með fyrstu einkunn og læknisprófi frá Kaupmannahöfn 1882. Eftir það starfaði hann við spítala í Danmörku um tíma en flutti vestur yfir Atlandsála til Dakoda í Norður-Ameríku árið 1892. Þar tók Moritz aftur læknispróf og starfaði sem bæjarlæknir og heilbrigðismálastjóri til æviloka.
Í kynningu á bókinni segir að þegar höfundur fór að forvitnast um fjölskyldu blóðföður síns var fátt um svör þegar hún spurðist fyrir um Moritz Halldórsson. Af hverju stafaði þessi þögn um íslenskan lækni sem starfaði í Kaupmannahöfn og Vesturheimi? Forvitni hennar var vakin og bókin skrifuð í framhaldi af því.