Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Haraldur Benediktsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands, ávarpaði stofnfundinn og var kosinn formaður.
Haraldur Benediktsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands, ávarpaði stofnfundinn og var kosinn formaður.
Mynd / smh
Líf og starf 19. júní 2014

Landbúnaðarklasinn stofnaður

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Landbúnaðarklasinn var formlega stofnaður 6. júní síðastliðinn. Hugmyndin með klasanum er að tengja saman alla þá sem hafa tengsl í landbúnaði, í víðtækum skilningi. Fjöldi fulltrúa fyrirtækja og félaga með tengsl við landbúnað mætti í stofnfundinn sem haldinn var á Hótel Sögu.

Á fundinum hélt Tjörvi Bjarnason, sviðsstjóri hjá Bændasamtökum Íslands, framsögu og fór yfir aðdraganda, tilurð og tilgang samstarfsins. Þá kynnti Jóhanna Lind Elíasdóttir, ráðgjafi hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fjárfestingarþörf og kosti í landbúnaði. 

Kosið var í stjórn klasans og var Haraldur Benediktsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands, kosinn formaður. Unnið verður að frekari útfærslu starfs landbúnaðarklasans í sumar og fram á haust.

Í máli Haraldar, sem ávarpaði stofnfundinn, kom fram að um mitt ár 2006 hefði stjórn Bændasamtakanna tekið þá meðvituðu ákvörðun að reyna að breyta umtali um íslenskan landbúnað og fara frá því að horfa á þrönga hagsmuni bænda og yfir í að tala um gildi landbúnaðar og umfang í atvinnulífinu. Í því skyni var samið við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um að meta umfang og starfafjölda í landbúnaði, ekki bara í frumframleiðslu heldur í afleiddum störfum. Niðurstaða þeirrar vinnu sýndi að um 10.000 störf voru talin tengjast íslenskum landbúnaði. Í framhaldi af þeirri vinnu fór af stað bolti sem nú er orðinn að Landbúnaðarklasanum. Það er í samræmi við það sem tíðkast í löndunum í kringum okkar, að til sé sameiginlegur vettvangur bænda, félaga og fyrirtækja sem þeim tengjast.

„Mikilvægi þess, á þessum tímamótum þegar við horfum fram á miklar breytingar og tækifæri í íslenskum landbúnaði, að við þéttum hópinn og sækjum fram saman er gríðarlegt. Við megum ekki láta neitt verða í vegi okkar til að trufla þá framfarasókn sem íslenskur landbúnaður þarf á að halda. Það eru ekki bara bændurnir sem þurfa að standa þar í stafni heldur líka þeir sem þjónusta landbúnaðinn,“ sagði Haraldur.

Upplýsingar og erindi af fundinum er að finna á bondi.is

18 myndir:

Þjóðarréttur Íslendinga
Líf og starf 4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Það er með mikilli ánægju, jafnvel stolti sem við landsmenn höfum neytt brauðter...

Baldur Högni
Líf og starf 4. desember 2024

Baldur Högni

Nafn: Baldur Högni Benediktsson.

Tildra
Líf og starf 4. desember 2024

Tildra

Tildra er lítill vaðfugl eða fjörufugl sem stoppar hér á Íslandi á ferð sinni mi...

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika
Líf og starf 4. desember 2024

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika

Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbóndi og ljósmyndari í Sýrnesi í Aðaldal, hefur ...

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...