Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Karlarnir í Karlakór Hreppamanna mættu í lopapeysunum sínum og sungu nokkur lög við góðar viðtökur viðskiptavina verslunarinnar.
Karlarnir í Karlakór Hreppamanna mættu í lopapeysunum sínum og sungu nokkur lög við góðar viðtökur viðskiptavina verslunarinnar.
Mynd / MHH
Líf og starf 7. október 2022

Lífland opnar verslun á Selfossi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fullt var út úr dyrum í nýrri verslun Líflands, sem opnuð var á Austurvegi 69 á Selfossi laugardaginn 1. október sl. Í boði voru opnunartilboð, auk veitinga fyrir gesti og gangandi. Þá mætti Karlakór Hreppamanna og söng nokkur lög. „Við munum bjóða upp á fjölbreytt úrval af búrekstrar- og landbúnaðarvöru, svo sem áhöldum, hreinlætisvörum, fóðri og bætiefnum. Hjá okkur er einnig breitt úrval af girðingarefnum, meindýravörnum, gæludýravöru, útivistarfatnaði og allt til hestamennsku, svo sem reiðfatnaður, skeifur, fóður, reiðtygi og undirburður,“ segir Guðbjörg Jónsdóttir, verslunarstjóri á Selfossi. Með henni starfa þær Sjöfn Finnsdóttir og Guðrún Margrét Valsteinsdóttir. Verslanir Líflands eru nú orðnar sex talsins.

Guðbjörg Jónsdóttir verslunarstjóri, sem er mörgum sunnlenskum bændum kunn.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, lét sig ekki vanta við opnunina en hér er hann með frænku sinni, Rögnu Gunnarsdóttur, sem rekur Baldvin og Þorvald með Guðmundi, manni sínum.

 Forstjóri Líflands, Þórir Haraldsson, vippaði sér upp á stól á opnunardaginn og ávarpaði gesti.

Skylt efni: Lífland

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...