Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Karlarnir í Karlakór Hreppamanna mættu í lopapeysunum sínum og sungu nokkur lög við góðar viðtökur viðskiptavina verslunarinnar.
Karlarnir í Karlakór Hreppamanna mættu í lopapeysunum sínum og sungu nokkur lög við góðar viðtökur viðskiptavina verslunarinnar.
Mynd / MHH
Líf og starf 7. október 2022

Lífland opnar verslun á Selfossi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fullt var út úr dyrum í nýrri verslun Líflands, sem opnuð var á Austurvegi 69 á Selfossi laugardaginn 1. október sl. Í boði voru opnunartilboð, auk veitinga fyrir gesti og gangandi. Þá mætti Karlakór Hreppamanna og söng nokkur lög. „Við munum bjóða upp á fjölbreytt úrval af búrekstrar- og landbúnaðarvöru, svo sem áhöldum, hreinlætisvörum, fóðri og bætiefnum. Hjá okkur er einnig breitt úrval af girðingarefnum, meindýravörnum, gæludýravöru, útivistarfatnaði og allt til hestamennsku, svo sem reiðfatnaður, skeifur, fóður, reiðtygi og undirburður,“ segir Guðbjörg Jónsdóttir, verslunarstjóri á Selfossi. Með henni starfa þær Sjöfn Finnsdóttir og Guðrún Margrét Valsteinsdóttir. Verslanir Líflands eru nú orðnar sex talsins.

Guðbjörg Jónsdóttir verslunarstjóri, sem er mörgum sunnlenskum bændum kunn.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, lét sig ekki vanta við opnunina en hér er hann með frænku sinni, Rögnu Gunnarsdóttur, sem rekur Baldvin og Þorvald með Guðmundi, manni sínum.

 Forstjóri Líflands, Þórir Haraldsson, vippaði sér upp á stól á opnunardaginn og ávarpaði gesti.

Skylt efni: Lífland

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...