Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ljósmyndasýningar opnaðar í Slakka
Líf og starf 3. júlí 2014

Ljósmyndasýningar opnaðar í Slakka

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Helgi Sveinbjörnsson opnaði tvær ljósmyndasýningar í dýragarðinum Slakka í Laufási 2. júlí síðastliðinn, að viðstöddum mörgum þekktum einstaklingum og fjölda gesta. Þar er annars vegar um að ræða ljósmyndir sem Helgi hefur sjálfur tekið af uppbyggingunni í Slakka frá upphafi. Hins vegar er sýning á ljósmyndum Gunnars Steins Ólafssonar.

Saga Slakka

Sýning Helga er sett upp í gamla burstabænum og lýsir eins og fyrr segir sögu Slakka frá stofnun árið 1993. Þá hefur hann einnigsett þar upp ýmsa muni sem tengjast sögunni. Segir hann að sér hafi þótt tilvalið að nýta þetta 60 fermetra rými til að gleða augu gesta og veita þeim innsýn í sögu dýragarðsins. Þarna getur fólk tyllt sér niður, notið myndanna og jafnvel keypt sér eitthvert lítilræði til að narta í sjoppunni sem þar er.
Sýning Gunnars Steins er sett upp í golfskálanum og er af talsvert öðrum toga. Gunnar er m.a. þekktur fyrir norðurljósamyndir og svokallaðar „Time lapse“-myndir sem hafa m.a. verið notaðar í kynningum Sjónvarpsins. 

„... Heimsins þagna harmakvein ...“
Líf og starf 7. janúar 2025

„... Heimsins þagna harmakvein ...“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Jóhannesi úr Kötlum.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?