Meðalheimur og Hotel Natur fengu viðurkenningu
Umhverfisviðurkenningar voru veittar í fyrsta sinn í Svalbarðsstrandarhreppi nú nýverið. Tvær viðurkenningar voru í boði, fyrir íbúðarhús og fyrir rekstraraðila. Tilnefningar voru alls fimm í flokki umhverfisviðurkenningar og fjögur íbúðarhús voru tilnefnd.
Meðalheimur hlaut viðurkenningu fyrir íbúðarhús og segir í rökstuðningi umhverfis- og atvinnumálanefndar að mikið hefði verið unnið að lagfæringum á íbúðarhúsi og allt umhverfi sé snyrtilegt og til fyrirmyndar. Að auki voru þessi íbúðarhús tilnefnd; Fossbrekka, Þórisstaðir og Svalbarð.
Hotel Natur hlaut umhverfisviðurkenningu fyrir rekstraraðila og segir í rökstuðningi að unnið hafi verið að metnaði að endurnýtingu og sjáist metnaður rekstraraðila fyrir snyrtilegu umhverfi glöggt. Ljóst sé að staðarhaldarar skipuleggi vel meðferð alls efnis og endurnýti hverja þjöl sem til fellur. Aðrir rekstraraðilar í hreppnum sem hlutu tilnefningu að þessu sinni voru Meðalheimur Vélaverkstæði, Kjarnafæði, Svalbarð og Grænegg.
Inga Margrét Árnadóttir og Þórir Steinn Stefánsson hjá Hotel Natur glöð með sína umhverfis- viðurkenningu.