Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ábúendur í Meðalheimi, þau Hörður Bjarnason og Árný Þóra Ágústsdóttir, með viðurkenninguna.
Ábúendur í Meðalheimi, þau Hörður Bjarnason og Árný Þóra Ágústsdóttir, með viðurkenninguna.
Mynd / Svalbarðsstrandarhreppur
Líf og starf 18. mars 2022

Meðalheimur og Hotel Natur fengu viðurkenningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Umhverfisviðurkenn­ingar voru veittar í fyrsta sinn í Svalbarðs­strandar­hreppi nú nýverið. Tvær viður­kenn­ingar voru í boði, fyrir íbúðarhús og fyrir rekstraraðila. Tilnefn­ingar voru alls fimm í flokki umhverfis­viðurkenningar og fjögur íbúðarhús voru tilnefnd.

Meðalheimur hlaut viðurkenningu fyrir íbúðarhús og segir í rökstuðningi umhverfis- og atvinnumálanefndar að mikið hefði verið unnið að lagfæringum á íbúðarhúsi og allt umhverfi sé snyrtilegt og til fyrirmyndar. Að auki voru þessi íbúðarhús tilnefnd; Fossbrekka, Þórisstaðir og Svalbarð.

Hotel Natur hlaut umhverfisviður­kenningu fyrir rekstraraðila og segir í rökstuðningi að unnið hafi verið að metnaði að endurnýtingu og sjáist metnaður rekstraraðila fyrir snyrtilegu umhverfi glöggt. Ljóst sé að staðarhaldarar skipuleggi vel meðferð alls efnis og endurnýti hverja þjöl sem til fellur. Aðrir rekstraraðilar í hreppnum sem hlutu tilnefningu að þessu sinni voru Meðalheimur Vélaverkstæði, Kjarnafæði, Svalbarð og Grænegg. 

Inga Margrét Árnadóttir og Þórir Steinn Stefánsson hjá Hotel Natur glöð með sína umhverfis- viðurkenningu.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...