Menntskælingar læra bridds
Mikil uppsveifla varð í skólabridds í fyrravetur þegar iðkendum íþróttarinnar fjölgaði svo um munaði. Dæmi voru um að ungir nemendur og spilarar á elliheimilum tækjust á í spilinu. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Bridgesambands Íslands, segir að öllum framhaldsskólum á landsbyggðinni verði boðið upp á online briddskennslu næsta vetur, ýmist þriggja eða fimm eininga nám. Matthías segir að fjöldi rannsókna sýni fram á fylgni milli briddskunnáttu og góðs námsárangurs. Einkum hvað varðar raungreinar.