Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ekki þurftu krakkarnir að fara langt eftir fræinu, sem nóg var af á trjánum á skólalóðinni.
Ekki þurftu krakkarnir að fara langt eftir fræinu, sem nóg var af á trjánum á skólalóðinni.
Mynd / Vefsíða Egilsstaðaskóla.
Líf og starf 2. nóvember 2021

Mikill áhugi fyrir að safna birkifræi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Nemendur í þriðja bekk í Egilsstaðaskóla söfnuðu birkifræi og tóku þátt í átaki Landgræðslunnar og Skógræktarinnar sem felst í að breiða út birkiskóga landsins.

Fræinu sem börnin söfnuðu verður dreift á Egilsstaðahálsi.Fram kemur á vef skólans ekki hafi verið verið leitað langt yfir skammt enda engin ástæða til ef gott birki er innan seilingar.

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri tekur við fræinu og lofaði að koma því fyrir á góðum stað í nágrenninu.

Á skólalóðinni fundust birkitré sem voru alþakin þroskuðum reklum. Krakkarnir sýndu söfnuninni mikinn áhuga og var hvert boxið á fætur öðru fyllt og tæmt í poka.

Í framhaldinu var næsta skref að heimsækja Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra þar sem pokinn var afhentur. Í honum reyndust vera alls 947 grömm af fræi.

Stuðla að betri framtíð

Skógræktarstjóri lofaði að sjá til þess að fræið yrði þurrkað og fundinn góður staður til að sá því svo nýr skógur geti vaxið upp.

Ætlunin er að sá því beint í jörð upp með Egilsstaðahálsi í átt að Rauðshaug. Þannig gagnast þetta í nágrenni Egilsstaða og þar með hafa nemendurnir ungu stuðlað að betri framtíð í umhverfi sínu. 

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...