Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ekki þurftu krakkarnir að fara langt eftir fræinu, sem nóg var af á trjánum á skólalóðinni.
Ekki þurftu krakkarnir að fara langt eftir fræinu, sem nóg var af á trjánum á skólalóðinni.
Mynd / Vefsíða Egilsstaðaskóla.
Líf og starf 2. nóvember 2021

Mikill áhugi fyrir að safna birkifræi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Nemendur í þriðja bekk í Egilsstaðaskóla söfnuðu birkifræi og tóku þátt í átaki Landgræðslunnar og Skógræktarinnar sem felst í að breiða út birkiskóga landsins.

Fræinu sem börnin söfnuðu verður dreift á Egilsstaðahálsi.Fram kemur á vef skólans ekki hafi verið verið leitað langt yfir skammt enda engin ástæða til ef gott birki er innan seilingar.

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri tekur við fræinu og lofaði að koma því fyrir á góðum stað í nágrenninu.

Á skólalóðinni fundust birkitré sem voru alþakin þroskuðum reklum. Krakkarnir sýndu söfnuninni mikinn áhuga og var hvert boxið á fætur öðru fyllt og tæmt í poka.

Í framhaldinu var næsta skref að heimsækja Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra þar sem pokinn var afhentur. Í honum reyndust vera alls 947 grömm af fræi.

Stuðla að betri framtíð

Skógræktarstjóri lofaði að sjá til þess að fræið yrði þurrkað og fundinn góður staður til að sá því svo nýr skógur geti vaxið upp.

Ætlunin er að sá því beint í jörð upp með Egilsstaðahálsi í átt að Rauðshaug. Þannig gagnast þetta í nágrenni Egilsstaða og þar með hafa nemendurnir ungu stuðlað að betri framtíð í umhverfi sínu. 

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...