Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Það vafðist ekki fyrir nemunum, undir styrkri handleiðslu Hallgríms F. Sigurðssonar, að útfæra hinn vinsæla en árstíðabundnda rétt, saltkjöt og baunir, á nýstárlegan hátt.
Það vafðist ekki fyrir nemunum, undir styrkri handleiðslu Hallgríms F. Sigurðssonar, að útfæra hinn vinsæla en árstíðabundnda rétt, saltkjöt og baunir, á nýstárlegan hátt.
Mynd / Óskar Þór
Líf og starf 12. mars 2018

Nýmóðins hjónabandssæla og vellukkuð útfærsla á saltkjöti og baunum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nemendur í öðrum bekk í matreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri glíma við margvísleg og áhugaverð verkefni í sínu námi. Eitt þeirra var að útfæra hinn vinsæla en árstíðabundnda rétt, saltkjöt og baunir, á nýstárlegan hátt. Og spreyta sig síðan á gómsætum eftirrétti, sem var hjónabandssæla.

Hallgrímur F. Sigurðsson, matreiðslumeistari á Akureyri, var gestakokkur dagsins, en hann rekur tvo veitingastaði í Menningarhúsinu Hofi, 1862 Nordic Bistro og Nönnu Seafood, auk þess barinn R5 við Ráðhústorg.

Útkoman þótti einstaklega vel heppnuð og staðfestu nemendur með vinnu sinni að saltkjöt er miklu meira en saltkjöt sem er soðið á sprengidaginn með baunasúpunni. Úr því er nefnilega hægt að gera dýrindis rétti sem myndu sóma sér vel á matseðlum veitingahúsa. Miðlaði kunnáttu en lærði í leiðinni Hallgrímur segist hafa ánægju af því að prófa sig áfram með óhefðbundið hráefni eins og saltkjöt og meðlæti sem passar með því. Hann útbjó sína útfærslu af saltkjötsréttinum og hjónabandssælueftirréttinum og miðlaði kunnáttu sinni til verðandi matreiðslumanna.

„Ég lærði gríðarlega mikið og reyndi að gefa af mér eitthvað af því sem dottið hefur inn í reynslubanka minn síðustu 25 árin, eða svo,“ segir Hallgrímur. 

5 myndir:

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...