Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Celia Harrison er að auki einn stofnenda listahátíðarinnar „List í ljósi“ og kom að stofnun menningar- og félagsheimilisins Herðubreiðar.
Celia Harrison er að auki einn stofnenda listahátíðarinnar „List í ljósi“ og kom að stofnun menningar- og félagsheimilisins Herðubreiðar.
Líf og starf 11. júní 2024

Nýr listrænn stjórnandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Celia Harrison er nýr listrænn stjórnandi Skaftfells, listamið-stöðvar Austurlands á Seyðisfirði.

Celia hefur verið með aðsetur á Seyðisfirði frá árinu 2015 en hún er með doktorsgráðu í list og hönnun þar sem hún rannsakaði samfélagslega þróun í gegnum listsköpun á tímum loftslagsáskorana.

Celia er líka einn stofnenda listahátíðarinnar „List í ljósi“ ásamt því að koma að stofnun menningar- og félagsheimilisins Herðubreiðar á Seyðisfirði. Hún gegndi jafnframt starfi meðstjórnanda LungA skólans um nokkurra ára skeið.

„Ég stefni að því að taka til greina víðtæk innlend og alþjóðleg sjónarhorn og styrkja raddir listamanna, sem tilheyra minnihlutahópum og á sama tíma tryggja tengingu Skaftfells við sérstöðu svæðisins og Austurlands. Skaftfell er einstök listamiðstöð sem skipar stóran sess í sögu Seyðisfjarðar og Austurlands.

Það er sannur heiður að fá tækifæri til að halda áfram þeirri listrænu arfleifð og ég hlakka til að vinna með öllum sem að henni koma,“ segir Celia.

Sýningin, sem stendur nú yfir í Skaftafelli ber titilinn „Heiðin“ og er hluti af nýrri dagskrá Skaftfells og er sú fyrsta í nýrri sýningaröð, sem Celia hefur skipulagt.

Bæjarnöfn á ská og skjön
Líf og starf 11. apríl 2025

Bæjarnöfn á ská og skjön

Nöfn íslenskra bæja og býla til sveita eru fjölskrúðug, svo ekki sé dýpra í árin...

Prjónavetri lýkur
Líf og starf 10. apríl 2025

Prjónavetri lýkur

Íslenskur prjónaiðnaður hættir aldrei að vera móðins enda hefur Listasafn Sigurj...

Falleg sumarpeysa
Líf og starf 9. apríl 2025

Falleg sumarpeysa

Falleg peysa fyrir sumarið, prjónuð úr DROPS Muskat eða DROPS Belle sem er á 30%...

Bændablaðið á Suðurskautinu
Líf og starf 8. apríl 2025

Bændablaðið á Suðurskautinu

Hjörleifur Jóhannesson flugstjóri greip Bændablaðið með sér á Suðurskautslandið ...

Búvörusýning í Reykjavík
Líf og starf 8. apríl 2025

Búvörusýning í Reykjavík

Snemma árs 1984 hófst samstarf mjólkurdagsnefndar og markaðsnefndar landbúnaðari...

Dropinn holar steininn
Líf og starf 7. apríl 2025

Dropinn holar steininn

Eins og áður hefur komið fram er tískuiðnaðurinn mikill skaðvaldur náttúrunnar. ...

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit
Líf og starf 3. apríl 2025

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit

Helgina 15.-16. mars fór fram alþjóðlegt skákmót í félagsheimilinu Skjólbrekku í...

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti
Líf og starf 2. apríl 2025

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti

Matreiðslukeppni fyrir áhugakokka var haldin á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. m...