Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hér er saman kominn hópurinn frá Rimmugýgi, starfsmenn Eiríksstaða, sveitarstjóri Dalabyggðar og nokkrir ferðamenn.
Hér er saman kominn hópurinn frá Rimmugýgi, starfsmenn Eiríksstaða, sveitarstjóri Dalabyggðar og nokkrir ferðamenn.
Mynd / Eiríksstaðir
Líf og starf 14. júní 2023

Nýtt tilgátuhús rís

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hátíðin Torf og trefjar á Eiríksstöðum í Haukadal var haldin helgina 20. og 21. maí sl. Þar mættu víkingar úr félaginu Rimmugýgi, unnið var með handverk af ýmsu tagi, blásið var til leikja og bardagar og glímubrögð sýnd.

„Ungir iðkendur glímu í Dalabyggð komu og kenndu víkingum handbrögðin, en fengu líka til baka smá leiðsögn í að berjast með sverðum. Dagskráin riðlaðist allnokkuð vegna veðurs og var laugardeginum varið að miklu leyti í að verja búnað og fólk fyrir ágangi veðurguðanna. Haft var á orði að þrumuguðinn Þór hafi ekki fengið nógu spennandi fórnir fyrir hátíðina,“ segir í tilkynningu frá Eiríksstöðum.

Þeir Þórarinn og Benoný leiðbeindu víkingum um rétt glímutök og brögð.

Þá tók Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, fyrstu skóflustungu að nýju tilgátuhúsi með trépáli sem var algengasta mokstursverkfærið á landnámsöld. Tilgátuhús þetta er jarðhýsi sem byggir á rannsókn Þjóðminjasafns Íslands í aldarlok 20. aldar. „Þau Atli Freyr Guðmundsson og Rain Mason, sem eru hluti eigendateymisins á Eiríksstöðum, unnu á árinu 2022 rannsókn á jarðhýsum og undirbjuggu framkvæmdina, en til stendur að reisa húsið á þessu ári og verður það svokölluð dyngja, eða vefhús, um 9 fermetrar, rétt eins og fyrirmyndin.“ Verkefnið hefur hlotið styrk frá Skógræktinni í formi timburs og einnig 700.000 kr. frá DalaAuði, verkefni Byggðastofnunar, SSV og Dalabyggðar. Segir í tilkynningu að margir sjálfboðaliðar hafi boðið fram aðstoð við framkvæmdina sjálfa.

Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, tekur fyrstu skóflustungu að nýju tilgátuhúsi.

„Verkefnið er í sjálfu sér vettvangur svokallaðrar tilraunafornleifafræði, þar sem hægt verður að rannsaka hvernig svona hús verður til, hvernig eldstæðið virkar í því, hvernig lýsingin er, því ekki var hægt að vefa í myrkri og svo má lengi telja.

Það var óvenju mannmargt af víkingum innandyra þegar leið á laugardag, þar sem orðið var ansi napurt.

Sérstaklega verður reynd kenning fornleifafræðinga um að við eldstæði slíkra húsa hafi verið loftop, neðst við vegg, til að veita fersku lofti beint að eldinum og auka þannig streymi reyks beint út um loftop á þaki,“ segir í tilkynningu frá Eiríksstöðum.

Við skylmingar var Bjarni víkingur orðinn fáklæddur og mjög ákafur í einvígi sínu við saklausan ferðamann sem freistaðist til að reyna sig við hann.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...