Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Björgvin Tómasson orgelsmiður, Stefán Hallur Jónsson og Guðmundur Gestur Þórisson.
Björgvin Tómasson orgelsmiður, Stefán Hallur Jónsson og Guðmundur Gestur Þórisson.
Líf og starf 3. apríl 2014

Orgelsmiðjan á Stokkseyri opnuð fyrir ferðamönnum

Orgelsmiðjan á Stokkseyri hefur opnað verkstæðið fyrir gestum og gangandi. Þar verður gestum boðið upp á að fræðast um allt sem viðkemur orgelsmíði og sögu tónlistar á suðurströndinni. Sýningin verður opin framvegis virka daga kl. 10.00–18.00 og eftir samkomulagi um helgar.
 
Í Orgelsmiðjunni er hægt að fá svör við fjölmörgum spurningum er varðar orgel og orgelsmíði. Þar getur fókk til dæmis fræðst um hversu margar pípur geta verið í pípuorgeli. Hve langan tíma það tekur að smíða eitt orgel og hvað orðið vindhlaða þýðir. Einnig hvaða munur er á orgeli og harmóníum. Þarna er líka hægt að hitta Björgvin Tómasson orgelsmið og fylgjast með störfum hans. Fræðslusýningin er á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku. Stefnt er einnig að því að vera reglulega með tónleikahald á staðnum. Aðgangseyrir er 750 krónur fyrir fullorðna, 16 ára og eldri, og 500 krónur fyrir börn 10 til 15 ára. 
 
Orgelsmiðjan er til húsa að Hafnargötu 9, sjávarmegin, á Stokkseyri. Sími 861–1730, www.orgel.is, orgel@simnet.is

5 myndir:

Þjóðarréttur Íslendinga
Líf og starf 4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Það er með mikilli ánægju, jafnvel stolti sem við landsmenn höfum neytt brauðter...

Baldur Högni
Líf og starf 4. desember 2024

Baldur Högni

Nafn: Baldur Högni Benediktsson.

Tildra
Líf og starf 4. desember 2024

Tildra

Tildra er lítill vaðfugl eða fjörufugl sem stoppar hér á Íslandi á ferð sinni mi...

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika
Líf og starf 4. desember 2024

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika

Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbóndi og ljósmyndari í Sýrnesi í Aðaldal, hefur ...

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...