Ræðismaður skipaður í Moldavíu
Moldavía er landlukt land í Suðaustur-Evrópu og liggur milli Úkraínu og Rúmeníu. Landið, sem í dag er Moldavía, hefur í gegnum tíðina tilheyrt Rúmeníu, Póllandi, rússneska keisaradæminu, Sovétríkjunum en frá hruni þeirra hefur landið verið sjálfstætt.
Snemma á síðasta ári afhenti Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Moskvu, forseta Moldavíu trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í landinu og er það í fyrsta skipti í15ársemþaðergert.Þann1. desember sl. var formlega opnuð ræðismannsskrifstofa, fyrsta ræðismanns Íslands í Moldavíu. Með sendiherra í för voru Ilona Vasilieva, viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands, og Ágúst Andrésson, sem fulltrúi úr íslensku viðskiptalífi.
Moldavía er með skráðan íbúafjölda upp á um 3,5 milljónir en um ein milljón þeirra eru farandverkamenn sem vinna í öðrum löndum og nema heimgreiðslur þeirra um fimmtungi af þjóðarframleiðslu landsins.
Ræðismannsskrifstofa í Kisínev
Ræðismaðurinn heitir Dinu Cristian og er með skrifstofu í Kisínev, höfuðborg landsins. Hann er fæddur 1990, kvæntur og á tvö börn. Cristian er menntaður í viðskiptum og stjórnunarfræðum og starfar sem sölustjóri Radacini, eins af stærstu vínframleiðendum Moldavíu.
Ágúst segir landið áhugavert og bjóða upp á ýmis viðskiptasambönd fyrir Íslendinga. „Í ræðu sinni við opnunina benti Árni á að samskipti Íslands og Moldavíu væru smám saman að aukast. Hann minnti á að utanríkis- ráðherrar landanna hafi átt fund í Póllandi fyrir skömmu og að forsetar landanna hefðu hist í nóvember á síðasta ári. Auk þess sem forsætisráðherra Íslands og forseti Moldavíu hafi hist í Prag í október síðastliðinn.“
Mikið mætt á Moldavíu
„Það hefur mikið mætt á Moldavíu vegna móttöku flóttafólks frá Úkraínu og íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að veita landinu stuðning með fjárframlögum. Það að skipa ræðismann fyrir Ísland í Moldavíu er eitt skrefið í að efla tengsl þjóðanna.
Síðan átökin brutust út í Úkraínu hafa ríflega 600.000 flóttamenn flúið þaðan en flestir þeirra hafa ýmist haldið áfram til annarra landa í Evrópu eða snúið heim aftur. Engu að síður eru yfir 80.000 flóttamenn frá Úkraínu enn í Moldavíu.“
Ágúst segir að Moldavía sé lítið land, eða um 1/3 af flatarmáli Íslands. „Landið er þekkt fyrir framleiðslu á góðum vínum og þar er stærsti vínkjallari heims, sem er um 200 kílómetra langur og telur um tvær milljónir flaskna.“
Efla tengsl milli Íslands og Moldavíu
Í tengslum við opnun ræðis- mannsskrifstofunnar átti Árni Þór Sigurðsson sendiherra og íslenska sendinefndin fundi með fulltrúum stjórnvalda, þjóðþingsins, viðskiptalífs og rannsókna- og vísindasamfélags. Meðal annars átti sendiherrann fund með Veaceslav Dobîndă varautanríkisráðherra þar sem rætt var um samskipti ríkjanna, bæði á pólitísku sviði og eins að því er varðar viðskipti og menningarsamskipti.
Ágúst segir að farið hafi verið yfir stöðuna í viðræðum um fríverslunarsamning EFTA og Moldavíu, samstarf á sviði flugmála, málefni flóttafólks og áhrif stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu á moldavískt samfélag.
„Sendiherrann heimsótti þingið og átti fundi með Igor Grosu, forseta þess, og Ion Groza, varaformanni utanríkismálanefndar og formanni sendinefndar Moldavíu á Evrópuráðsþinginu. Auk þess fundaði sendiherra með Constantin Borosan varaorkumálaráðherra og fulltrúum úr orkugeiranum um samstarf á sviði jarðhitamála og Ilona Vasilieva, viðskiptafulltrúi sendiráðsins, gerði grein fyrir þekkingu og möguleikum Íslands í því sambandi. Einnig var efnahagsráðuneytið heimsótt þar sem sérstaklega var rætt um starfsumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, Rannsóknamiðstöð Moldavíu, fyrirtæki í landbúnaði og fyrirtæki í annars konar starfsemi. Nýskipaður ræðismaður, Dinu Cristian, tók þátt í allri dagskrá
sendiherrans.“
Sendinefnd væntanleg til Íslands
Ágúst segir að stefnt sé að móttöku viðskiptasendinefndar frá Moldavíu til Íslands í vor. „Í heimsókn okkar til landsins kom fram að þeir hefðu mikinn áhuga á kynna sér hvað Ísland og Íslendingar hafa upp á að bjóða. Ekki síst hvað varðar þekkingu á jarðhita og orkumálum.“