Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Finnur Jónsson afhendir Vilborgu Arnarsdóttur verkið Blómið í glugga eftir Jón Gunnar Árnason en barnabörnin hans afhjúpuðu verkið. Yfir 300 manns mættu í Raggagarð á dögunum þegar styttan Blómið í glugga var fært garðinum til varðveislu og eignar.
Finnur Jónsson afhendir Vilborgu Arnarsdóttur verkið Blómið í glugga eftir Jón Gunnar Árnason en barnabörnin hans afhjúpuðu verkið. Yfir 300 manns mættu í Raggagarð á dögunum þegar styttan Blómið í glugga var fært garðinum til varðveislu og eignar.
Líf og starf 5. ágúst 2021

Raggagarði færð vegleg gjöf

Höfundur: ehg-va

Fjölskyldugarðinum Raggagarði á Súðavík var færð vegleg gjöf þann 17. júlí síðastliðinn þegar Finnur Jónsson og fjölskylda hans afhjúpuðu og afhentu garðinum til eignar og varðveislu styttuna Blómið í glugga eftir Jón Gunnar Árnason.

Af þessu tilefni var haldin fjölskyldudagur í garðinum og mættu yfir 300 manns í garðinn þennan dag í frábæru sólskinsveðri.

„Verkið er stórglæsilegt og eins og önnur verk Jóns Gunnars skipar dagsbirtan og sólin stórt hlutverk í verkinu. Þetta verk hefur verið í einkaeigu þar til nú sem það er til sýnis í Raggagarði í Súðavík um ókomin ár. Fólk er farið að átta sig á að Raggagarður er orðinn stór fjölskyldugarður sem er ekki bara leiksvæði. Nú eru komin sjö listaverk í garðinn og ýmislegt að skoða á Boggutúni og aðstaða fyrir hópa til að grilla og fara í leiki og hvaðeina. Það er flott tjaldsvæði í aðeins 500 metra fjarlægð frá garðinum. Ég sá í sumar að fólk er að uppgötva þessa paradís í Súðavík og þennan fallega og óvenjulega garð. Það má segja að Boggutún sé að verða listaverkagarður og tilvísun í sögu Súðavíkur og sérkenni Vestfjarða eins og Strandaskógurinn og holugrjótið svo fátt eitt er nefnt,“ segir Vilborg Arnarsdóttir stofnandi Raggagarðs.

Skylt efni: Raggagarður

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...