Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Finnur Jónsson afhendir Vilborgu Arnarsdóttur verkið Blómið í glugga eftir Jón Gunnar Árnason en barnabörnin hans afhjúpuðu verkið. Yfir 300 manns mættu í Raggagarð á dögunum þegar styttan Blómið í glugga var fært garðinum til varðveislu og eignar.
Finnur Jónsson afhendir Vilborgu Arnarsdóttur verkið Blómið í glugga eftir Jón Gunnar Árnason en barnabörnin hans afhjúpuðu verkið. Yfir 300 manns mættu í Raggagarð á dögunum þegar styttan Blómið í glugga var fært garðinum til varðveislu og eignar.
Líf og starf 5. ágúst 2021

Raggagarði færð vegleg gjöf

Höfundur: ehg-va

Fjölskyldugarðinum Raggagarði á Súðavík var færð vegleg gjöf þann 17. júlí síðastliðinn þegar Finnur Jónsson og fjölskylda hans afhjúpuðu og afhentu garðinum til eignar og varðveislu styttuna Blómið í glugga eftir Jón Gunnar Árnason.

Af þessu tilefni var haldin fjölskyldudagur í garðinum og mættu yfir 300 manns í garðinn þennan dag í frábæru sólskinsveðri.

„Verkið er stórglæsilegt og eins og önnur verk Jóns Gunnars skipar dagsbirtan og sólin stórt hlutverk í verkinu. Þetta verk hefur verið í einkaeigu þar til nú sem það er til sýnis í Raggagarði í Súðavík um ókomin ár. Fólk er farið að átta sig á að Raggagarður er orðinn stór fjölskyldugarður sem er ekki bara leiksvæði. Nú eru komin sjö listaverk í garðinn og ýmislegt að skoða á Boggutúni og aðstaða fyrir hópa til að grilla og fara í leiki og hvaðeina. Það er flott tjaldsvæði í aðeins 500 metra fjarlægð frá garðinum. Ég sá í sumar að fólk er að uppgötva þessa paradís í Súðavík og þennan fallega og óvenjulega garð. Það má segja að Boggutún sé að verða listaverkagarður og tilvísun í sögu Súðavíkur og sérkenni Vestfjarða eins og Strandaskógurinn og holugrjótið svo fátt eitt er nefnt,“ segir Vilborg Arnarsdóttir stofnandi Raggagarðs.

Skylt efni: Raggagarður

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...