Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Karl Grétar Karlsson virðir fyrir sér skrímslið.
Karl Grétar Karlsson virðir fyrir sér skrímslið.
Líf og starf 27. ágúst 2024

Rauða skrímslið í Borgarfirðinum

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Þessa dagana eru briddsarar á ferð og flugi landshorna á milli í Bikarkeppni Bridgesambands Íslands.

Sveit Norðurljósa mætti Borgfirðingum á heimavelli hinna síðarnefndu á dögunum og var ekkert lát á skiptingarspilum.

Hlynur Angantýsson í sveit Norðurljósanna fékk mikið skrímsli á hendina. Ekki bara 6-6-skiptingu í rauðu litunum heldur eru spilin svo sterk að segja má að aðeins sé einn tapslagur á hendinni. Og þá er það milljón dollara spurningin: Hvernig meldar maður svona?

Eftir tvö pöss var opnað á spaða Hlyni á hægri hönd. Eftir umhugsun stökk hann í fimm grönd sem lýsti tveggja lita hendi. Makker hans, Karl Grétar Karlsson, meldaði þá leitandi 6 lauf, Hlynur leiðrétti með 6 tíglum, Karl meldaði 6 hjörtu og málið dautt.

Sigurbjörn Haraldsson, landsliðsmaður Íslendinga í bridds, skoðaði spilin hans Hlyns í umræðu um spilið. Sigurbjörn minnir á sagnvenju sem ekki er víst að allir lesendur Bændablaðsins séu kunnugir. Opnun á 4 gröndum spyr um ása eftir sortum. Margir þekkja RKCB eða Roman Keycard Blackwood lykilspilaspurninguna en ef opnað er á fjórum gröndum er oftast svarað þannig að ef enginn ás er á hendinni meldar svarhönd 5 lauf. Ef einn ás er á hendi þá er svarað í viðkomandi lit. Með laufás þarf þó að melda sex lauf af því að 5 lauf eru frátekin fyrir engan ás. Ef ásarnir eru tveir meldar svarhöndin 5 grönd.

En aftur að spilinu. Borgfirðingarnir sem öttu kappi við Hlyn og félaga melduðu líka 6 hjörtu með því að nýta Michaels sagnvenjuna til að byrja með og spilið féll.

Skylt efni: bridds

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...