Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Karl Grétar Karlsson virðir fyrir sér skrímslið.
Karl Grétar Karlsson virðir fyrir sér skrímslið.
Líf og starf 27. ágúst 2024

Rauða skrímslið í Borgarfirðinum

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Þessa dagana eru briddsarar á ferð og flugi landshorna á milli í Bikarkeppni Bridgesambands Íslands.

Sveit Norðurljósa mætti Borgfirðingum á heimavelli hinna síðarnefndu á dögunum og var ekkert lát á skiptingarspilum.

Hlynur Angantýsson í sveit Norðurljósanna fékk mikið skrímsli á hendina. Ekki bara 6-6-skiptingu í rauðu litunum heldur eru spilin svo sterk að segja má að aðeins sé einn tapslagur á hendinni. Og þá er það milljón dollara spurningin: Hvernig meldar maður svona?

Eftir tvö pöss var opnað á spaða Hlyni á hægri hönd. Eftir umhugsun stökk hann í fimm grönd sem lýsti tveggja lita hendi. Makker hans, Karl Grétar Karlsson, meldaði þá leitandi 6 lauf, Hlynur leiðrétti með 6 tíglum, Karl meldaði 6 hjörtu og málið dautt.

Sigurbjörn Haraldsson, landsliðsmaður Íslendinga í bridds, skoðaði spilin hans Hlyns í umræðu um spilið. Sigurbjörn minnir á sagnvenju sem ekki er víst að allir lesendur Bændablaðsins séu kunnugir. Opnun á 4 gröndum spyr um ása eftir sortum. Margir þekkja RKCB eða Roman Keycard Blackwood lykilspilaspurninguna en ef opnað er á fjórum gröndum er oftast svarað þannig að ef enginn ás er á hendinni meldar svarhönd 5 lauf. Ef einn ás er á hendi þá er svarað í viðkomandi lit. Með laufás þarf þó að melda sex lauf af því að 5 lauf eru frátekin fyrir engan ás. Ef ásarnir eru tveir meldar svarhöndin 5 grönd.

En aftur að spilinu. Borgfirðingarnir sem öttu kappi við Hlyn og félaga melduðu líka 6 hjörtu með því að nýta Michaels sagnvenjuna til að byrja með og spilið féll.

Skylt efni: bridds

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...