Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rífandi stemning
Líf og starf 31. október 2022

Rífandi stemning

Höfundur: Óskar Hafsteinn Óskarsson

Fjölmenni sótti vel heppnaða hrútasýningu sem Sauðfjárræktarfélag Hrunamanna hélt laugardaginn 15. október síðastliðinn í Reiðhöllinni á Flúðum. Ekki var aðeins margt um manninn heldur var líka mikið af fallegu fé.

Alls komu kindur frá tólf bæjum í sveitinni og gat þar að líta lambhrúta af ýmsum litum og gerðum og lambgimbrar sömuleiðis og margar mjög litskrúðugar. Einnig mátti sjá forystufé. Það kom einmitt í hlut forystugimbrarinnar Geðprýði að útnefna sigurvegara í rollubingóinu en þar var afgirtu hólfi skipt í 36 reiti og viðstaddir biðu í ofvæni eftir því að Geðprýði gerði stykkin sín í réttu reitina.

Dómarar og helstu úrslit

Sérlegir dómarar hrútasýning- arinnar voru Sigurfinnur Bjarkarson frá Tóftum og Jökull Helgason á Ósabakka. Þeir sýndu mikla færni í störfum sínum og útskýrðu dómana fyrir viðstöddum.

Í flokki mislitra lambhrúta varð efstur grár hrútur, undan Brekasyn, frá Skipholti 3, í öðru sæti varð Hnokkasonur frá Þverspyrnu og í því þriðja varð mórauður hrútur frá Hruna undan Gretti. Í hópi veturgamalla hrúta varð í fyrsta sæti hrútur frá Langholtskoti undan Heimakletti, í öðru sæti hrútur undan heimahrúti í Hruna og í því þriðja Heimaklettssonur frá Þverspyrnu. Í fyrsta sæti í flokknum best gerða gimbrin varð gimbur frá Hrepphólum sem er undan Amorssyni. Í öðru sæti gimbur frá Hruna undan Viðari sæðingarstöðvarhrúti og í því þriðja gimbur frá Grafarbakka undan heimahrúti.

Um fjörutíu hrútar komu til álita í flokki hvítra lambhrúta en þar varð efstur, eftir mikið þukl og vangaveltur hjá dómurum, hrútur frá Hruna sem er undan heimahrúti, í öðru sæti varð kollóttur hrútur frá Magnúsi og Alinu á Kópsvatni sem er ættaður frá Broddanesi á Ströndum og í því þriðja hrútur frá Haukholtum undan Viðari.

Þukl og skrautlegasta gimbrin

Gestum hrútasýningarinnar boðið að þukla fjóra lambhrúta og raða þeim upp eftir gerð.

Góð þátttaka var í þuklinu og svo fór að Björgvin Ólafsson frá Hrepphólum og Ragnar Lúðvík Jónsson, tengdasonur á Högnastöðum, fóru með sigur af hólmi. Einnig kom til kasta allra viðstaddra á sýningunni að kjósa skrautlegustu gimbrina en þar komu margar fallegar til álita. Þegar búið var að telja upp úr kössunum stóð efst móflekkótti bingóstjórinn, Geðprýði, frá Hrafnkelsstöðum.

Það kom í hlut íhaldsmanns síðustu hrútasýningar, Unnsteins Hermannssonar í Langholtskoti, að útnefna arftaka sinn. Hann valdi Óskar Snorra Óskarsson, frá Hruna, íhaldsmann sýningarinnar eftir elju og dugnað við að halda lömbum af öllum stærðum og gerðum undir dóm.

5 myndir:

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...