Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
María með dætrum sínum en saman ætla mæðgurnar að vinna að því að nýta rósirnar frá Starrastöðum í ætar afurðir. Ætu rósaafurðirnar yrðu fullnýting á þeim rósum sem ekki eru söluhæfar og myndu annars fara í ruslið.
María með dætrum sínum en saman ætla mæðgurnar að vinna að því að nýta rósirnar frá Starrastöðum í ætar afurðir. Ætu rósaafurðirnar yrðu fullnýting á þeim rósum sem ekki eru söluhæfar og myndu annars fara í ruslið.
Líf og starf 1. nóvember 2021

Rósirnar á Starrastöðum nýttar til manneldis

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ég er rósabóndi og er sjálf að framleiða og selja afskornar rósir á Starrastöðum í Skagafirði. Við framleiðsluna fellur til ýmis úrgangur, eins og knúppar, greinar og laufblöð sem ekki eru söluhæf.

Hugsunin er að reyna að framleiða ætar afurðir úr þessu en það er þekkt að hægt er að nýta rósir í alls kyns matvæli, t.d. rósasykur, rósasalt, rósasultu, rósasmjör, rósate og margt fleira.

„Þetta er allt á tilraunastigi enn þá, við þurfum jú að finna út hvað það er sem við myndum vilja framleiða og smakka okkur áfram, rósasortirnar eru misbragðmiklar,“ segir María Ingiríður Reykdal á Starrastöðum, en hún fékk nýlega styrk úr Matvælasjóði upp á tæplega 3 milljónir króna vegna verkefnisins.

„Tilraunir og vöruþróun á ætum rósum“. María segir að til að byrja með myndi hún prófa að búa eitthvað til heima á Starrastöðum og smakka en nánari vöruþróun og þá einhver framleiðsla myndi fara fram í húsnæði Biopol á Skagaströnd.

„Ég og dætur mínar tvær munum standa að þessu verkefni. Styrkurinn tekur til 6 mánaða tilrauna- og vöruþróunartíma og eftir það ætti að fara af stað einhver framleiðsla og markaðssetning ef vel gengur. Hjá okkur er einnig hugmynd að koma upp kaffihúsi með rósasöluhorni við garðyrkjustöðina og þar yrði væntanlega fyrsta framleiðslan seld,“ bætir María við.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...