Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fálkinn Jókasta í sterkum mótvindi.
Fálkinn Jókasta í sterkum mótvindi.
Mynd / Daníel Bergmann
Líf og starf 23. nóvember 2022

Sá sem býr í sveitinni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fálkinn er stærsti og að margra mati glæsilegasti fulltrúi fálka­ættarinnar og sú fálkategund sem lifir nyrst á jörðinni.

Hann lifir í löndunum allt umhverfis Norðurpólinn og þótt á Íslandi sé ekki nema um 5% af heildarstofninum þá er hvergi jafnlíklegt og aðgengilegt að sjá fálka og einmitt hér á landi.

Daníel Bergmann náttúruljósmyndari.

Daníel Bergmann náttúru­ljósmyndari sendi nýlega frá sér afar glæsilega og fróðlega bók um fálkann. „Hugmyndin að gera bókina kviknaði fljótt eftir að hafa setið fyrst við fálkahreiður sumarið 2000. Eftir það byrjaði ég að safna myndum og efni í bók.

Ég ákvað snemma að birta sem minnst af fálkamyndunum sem hafa orðið til í gegnum árin því mig langaði að þær kæmu fyrst fram sem hluti af því heildarverki sem bókin er.“

Tók lengri tíma en til stóð

Að sögn Daníels var ætlunin að ljúka verkinu á skemmri tíma en það hefur tekið. Elstu myndirnar í bókinni eru frá sumrinu 2000 og þær nýjustu frá vorinu 2022. Myndirnar eru því teknar yfir tæplega 23 ára tímabil og fyrir vikið eru efnistökin afar fjölbreytt og veita einstaka sýn í líf fálkans á öllum tímum árs.

Saga og framtíð

Auk glæsilegra mynda er mikinn fróðleik að finna um fálkann í bókinni þar sem segir meðal annars frá líf­ og vistfræði fálkans, lífi fálka á Íslandi, uppeldi unga, hvítum fálkum og spáð í framtíð hans. Auk þess sem sagðar eru sögur af fálkum.

Þar segir að víða annars staðar, líkt og á Grænlandi og í Kanada, verpa fálkar á mjög afskekktum svæðum og miklar vegalengdir eru á milli óðala. Á Íslandi má stundum finna fálka verpandi í gljúfrum eða giljum skammt frá sveitabæjum eða akvegum.

„Búsvæði fálkans á Íslandi eru mjög í takt við fræðiheiti tegundarinnar, Falco rusticolus, sem merkir á latínu; sá sem býr í sveitinni.“

Fálkar lifa í löndunum allt umhverfis Norðurpólinn og um 5% af heildar­ stofninum á Íslandi.

Ókrýndur þjóðarfugl

„Fálkinn er í mínum huga ókrýndur þjóðarfugl Íslendinga og það væri mikill missir af honum úr íslenskri náttúru. Rjúpan er meginbráð fálkans, án hennar getur hann ekki verið, en rjúpan er einnig okkar helsta veiðibráð og ef gengið yrði of nærri rjúpnastofninum þá hefur það jafnframt mikil áhrif á fjölda fálka.

Fálkum hefur fækkað töluvert undanfarna áratugi, í takt við fækkun rjúpna, og við sjáum ekki lengur þessa stóru toppa í rjúpnastofninum sem sögur fara af á fyrstu áratugum 20. aldar. Með því fyrirkomulagi sem nú ríkir um rjúpnaveiðar, ásamt áframhaldandi sölubanni, þá hefur náðst nokkur sátt um veiðarnar og rjúpnastofninn virðist þola þá ásókn sem nú er stunduð. Við þurfum þó að halda áfram að huga vel að rjúpunni og þá jafnframt fálkanum því ég held að það vilji enginn missa þessar fuglategundir úr náttúru Íslands,“ segir Daníel.

Parið í Mývatnssveit og fleiri fálkar

Fálkapar sem varp í Mývatnssveit í rúman áratug leikur lykilhlutverk í bókinni og saga þess rakin og hún er um margt einstök, auk þess sem fjöldi annarra fálka kemur við sögu.

Í bókinni eru myndir af þrjátíu mismunandi einstaklingum og nokkrum ófleygum ungum að auki.

„Áður en ég hóf að ljósmynda fálka höfðu nokkrir erlendir og íslenskir ljósmyndarar myndað við fálkahreiður að sumarlagi. Ég áttaði mig fljótt á því að ef ég ætlaði að gera fálkanum skil í myndum yrði myndefnið að vera fjölbreytt. Sýna þyrfti ólíka þætti í tilveru fuglanna og ná yfir allar árstíðir, ekki síst veturinn. Þetta kallaði á mikla yfirlegu og nokkur ár í röð dvaldi ég tvær til þrjár vikur í senn á fálkaslóðum á Norðausturlandi að vetrarlagi.

Á hverju ári náðust ekki nema nokkrar ásættanlegar myndir en smám saman urðu þær fleiri eftir því sem árin liðu, allt þar til að mér fannst vera komið efni til að setja saman bók.“

Gefur sjálfur út

Daníel gefur bókina út sjálfur og það má nálgast hana á www. gyrfalcon.is. Auk þess sem myndir úr henni verða til sýnis í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur til 29. janúar.

Skylt efni: Fálkinn

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...