Sægráar kýr á Laxamýri
Sigríður Atladóttir á Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu tók þessa skemmtilegu mynd af nokkrum sægráum kúm á bænum í sumar.
Þetta eru þær Sæbrá, Baula, Valrós og Grálaxa, ásamt nokkrum öðrum kúm af bænum. Atli Vigfússon er með kýrnar á bænum en þær eru um 40.
Á Laxamýri, sem er félagsbú, eru líka um 300 fjár, nokkrir hestar og landnámshænur.
„Hér er sérstakt áhugamál að rækta sægráar og gráar kýr, en við höfum mjög gaman af litafjölbreytni íslenska kúastofnsins, segir Sigríður.